Löggan mætir á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Jakob Bjarnar skrifar 5. janúar 2023 15:43 Söru Maríu, helsta skipuleggjanda ráðstefnunnar, verður að ósk sinni: Laganna verðir ætla að mæta á svæðið. Söru Maríu Júlíudóttur, skipuleggjanda mikillar ráðstefnu um hugvíkkandi efni – Psycedelics in Medicine – sem fram fer í Hörpu 12. til 13. þessa mánaðar, verður að ósk sinni en fulltrúar lögreglunnar hafa boðað komu sína. Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“ Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Sara María hefur verið áberandi í fjölmiðlum að undanförnu og þar hefur hún meðal annars lýst því yfir að hún voni að lögreglan auk dómsmálaráðherra láti sjá sig á ráðstefnuna. Nú liggur það fyrir að meðal þeirra sem sitja í pallborði verður Ólafur Örn Bragason, forstöðumaður menntaseturs lögreglunnar og sálfræðingur. Samkvæmt heimildum Vísis hafa þegar ýmsir úr liði lögreglunnar boðað komu sína, sem verður að heita athyglisvert því enn er notkun hugvíkkandi efna bönnuð hér á landi. Þannig búast skipuleggjendur til dæmis við að Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri muni láta sjá sig í Hörpu. Laganna verðir í pallborði Ráðstefnan hefur vakið mikla athygli og í morgun birti Vísir viðtal við Þórarinn Ægisson sem hefur glímt við alvarlegt þunglyndi sem lýsir reynslu sinni af hugvíkkandi efnum og því hvernig þau hafi reynst sér hjálpleg við að takast á við ópíóðafíkn. Þórarinn telur borðleggjandi að viðhorfsbreyting gagnvart þessum möguleika sá handan horns. Dagskráin liggur fyrir í grófum dráttum en á fimmtudaginn munu sitja í pallborði þau Páll Matthíasson, geðlæknir og fyrrverandi forstjóri Landspítalans, Héðinn Unnsteinsson, formaður Geðhjálpar, Sara María og Lowan H Stewart, norsk/bandarískur bráðalæknir sem annast rannsóknir á hugvíkkandi efnum í Noregi fyrir heilbrigðisfyrirtækin COMPASS Pathways, MAPS og Janssen. Það er svo á föstudaginn sem laganna verðir munu láta til sín taka. Þá mætir Ólafur Örn og Sarko Gergerian, lögregluþjónn frá Bandaríkjunum. Auk þeirra munu sitja í pallborði Victor Cabral, sem komið hefur að stefnumótun í Bandaríkjunum fyrir hugvíkkandi efni og Haraldur Erlendsson, geðlæknir og sérfræðingur í meðferð við áföllum. Ólafur Örn verður í pallborði sem fulltrúi lögreglunnar.vísir/bjarni Ýmsir aðrir þekktir úr þessum geira sem koma fram eru ónefndir en ekki síst ríkir eftirvænting vegna þess hvað Gergerian hefur til málanna að leggja? Hann hefur fjallað um áskoranir og tækifæri viðbragðsaðila þegar kemur að hugvíkkandi efnum í Bandaríkjunum. Hugvíkkandi efni geti gagnast lögreglu Eflaust telja margir það skjóta skökku við að lögreglumaður tali fyrir og lofar efni sem eru ólögleg og varðar við lög að nota en Sarko Gergerian leynir því hvergi að hann telji að MDMA og önnur geðlyf teti reynst góð verkfæri við áfallastreitu og fleiri geðrænum áskorunum. „Eflaust kemur það mörgum á óvart að maður eins og ég, lögreglumaður, vilji nota hugvíkkandi efni á borð við MDMA. En staðreyndin er sú að við erum stödd í faraldri í geðheilbrigðismálum hér í Bandaríkjunum. Okkur líður sífellt verr og verr,“ segir Gergerian í viðtali á streymisveitunni YouTube. „Ég vil að lögreglumenn noti hugvíkkandi efni til að hjálpa þeim að vinna úr öllum þeim erfiðu viðfangsefnum sem þeir fást við frá degi til dags.“
Ráðstefnur á Íslandi Sveppir Geðheilbrigði Fíkn Lögreglan Hugvíkkandi efni Tengdar fréttir Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00 Mest lesið Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Erlent Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Innlent Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Innlent Árekstur á Kringlumýrarbraut Innlent Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Erlent Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Innlent Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Innlent Hommar mega enn ekki gefa blóð Innlent Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Erlent Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Erlent Fleiri fréttir Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Hælisleitandi fleygði sér niður stiga og var fluttur aftur til Íslands „Úrræðaleysi“ og „lausatök“ sögð einkenna yfirstjórn heilbrigðismála Ríkisendurskoðun gagnrýnir lausatök í heilbrigðismálum „Ég á ekki von á því að það vefjist fyrir ráðherranum“ Árekstur á Kringlumýrarbraut Þingheimur minnist Magnúsar Þórs Vill fá að vita hvers vegna ákvarðanir stofnana eru ekki undirritaðar Versta og besta nýtingin á frístundakortinu á Kjalarnesi Þingfundi slitið klukkan hálf fimm í nótt Umræðum haldið áfram eftir langan fund þingflokksformanna Hommar mega enn ekki gefa blóð Hvammsvirkjun bíður dóms Hæstaréttar Játaði fjárdrátt og endurgreiðir samkvæmt samkomulagi Matargjöfum Fjölskylduhjálpar hætt: „Stingur okkur í hjartastað“ Tekjur af bjórsölu orðnar meiri en af miðasölu Hryssan Hlökk er „Dekurprinsessa“ hjá Ásmundi Erni Taka þurfi ákvörðun um sameiningu vinstrisins fyrr en síðar Samfélagið fari ekki á hliðina án tíufrétta Yfir helmingur drengja í sjötta bekk lent í slagsmálum Þjónusta sérgreinalækna við börn nú án endurgjalds Mesta fylgi síðan 2009 Börn í slagsmálum, arðbær bjórsala og dekurprinsessa Beðið eftir krufningarskýrslu Stefna á að þrefalda fjölda hjúkrunarrýma í Mosfellsbæ Vill tryggja bráðaviðbragð í Öræfum allan ársins hring Lágkúra og della að mati ráðherra Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Ræddu við sextíu manns í tengslum við hvarf Jóns Þrastar Magnús Þór lést við strandveiðar Sjá meira
Vonar að löggan mæti á ráðstefnu um hugvíkkandi efni Skipuleggjandi fyrstu ráðstefnunnar um hugvíkkandi efni hér á landi vonar að lögreglan og dómsmálaráðherra mæti en enn sem komið er eru slík efni ólögleg hér. Margir þekktustu sérfræðingar í geiranum segi frá byltingarkenndum niðurstöðum rannsókna sinna á slíkum efnum. 1. janúar 2023 20:00