Fótbolti

Tap hjá Viðari Erni og Samúel Kára

Smári Jökull Jónsson skrifar
Viðar Örn var í byrjunarliði Atromitos í tapinu í dag.
Viðar Örn var í byrjunarliði Atromitos í tapinu í dag. Twitter-síða Atromitos

Viðar Örn Kjartansson og Samúel Kári Friðjónsson voru báðir í byrjunarliði Atromitos sem beið lægri hlut gegn Panetolikos í kvöld. Liðið er um miðja grísku deildina eftir tapið.

Fyrir leikinn var Atromitos þremur stigum á undan Panetolikos í sjöunda sæti deildarinnar en sex efstu liðin taka þátt í úrslitakeppni um meistaratitilinn á meðan liðin átta þar fyrir neðan berjast um að halda sæti sínu í deildinni.

Eins og áður segir voru þeir Viðar Örn og Samúel Kári báðir í byrjunarliðið Atromitos en Samúel Kári var þó tekinn af velli á 26.mínútu eftir að samherji hans hafði fengið rautt spjald.

Einum færri héldu leikmenn Atromitos stöðunni markalausri út fyrri hálfleikinn en strax í upphafi þess síðari komust heimamenn í 1-0 með marki Nikos Karelis. Viðar Örn Kjartansson var tekinn af velli á 73.mínútu og mínútu síðar komst lið Panetolikos í 2-0 sem urðu lokatölur leiksins.

Íslendingaliðið er eftir tapið í 8.sæti deildarinnar, með jafn mörg stig og Panetolikos sem er ofar á markatölu. Sex stig eru upp í sjötta sætið sem gefur sæti í úrslitakeppni um meistaratitilinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×