Hjálparköll sendiráða setja skýrt verklag í gang hjá lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason, Sunna Sæmundsdóttir og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 4. janúar 2023 17:12 Tveir slökkviliðsmenn klæddir í hlífðarbúnað og með gasgrímur við sendiráðið í dag. Vísir/Vilhelm Runólfur Þórhallsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá greiningardeild ríkislögreglustjóra, segir að reglulegt verklag hafi farið af stað á þriðja tímanum í dag þegar boð barst frá bandaríska sendiráðinu um dularfulla pakkasendingu. Tveir starfsmenn sendiráðsins voru sendir á sjúkrahús í varúðarskyni. Ekkert amar að þeim. Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag. Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Þetta segir Runólfur í samtali við fréttastofu. Skýrir verkferlar séu hjá ríkislögreglustjóra hvernig bregðast eigi við þegar grunsamlegar sendingar berast sendiráðum. Slíkt gerist reglulega víða um heim. „Þær upplýsingar sem að var aflað á vettvangi og aðrar upplýsingar sem að voru fyrirliggjandi gáfu tilefni til þess að við gátum dregið úr viðbrögðunum nokkuð skjótt,“ segir Runólfur. Hvaða viðbúnaður var settur af stað, hverjir voru sendir á staðinn? „Það er samkvæmt verklaginu. Þá fáum við lögreglu svona ef að þarf að loka og rýma, við fáum sprengjusérfræðinga frá sérsveitinni til þess að nálgast þetta samkvæmt því verklagi sem við viljum að sé viðhaft. Slökkviliðið kemur þarna líka vegna þess að það býr yfir mjög góðum búnaði og við höfum farið yfir þetta verklag og æft þetta, hvernig við tökumst á við þegar lögregla fær svona tilkynningar,“ segir Runólfur. Þegar hann er spurður út í búnaðinn sem viðbragðsaðilar báru á vettvangi eins og gasgrímur segir Runólfur þurfa að gera ráð fyrir og vera viðbúin öllu þegar tilkynningar af þessu tagi berist. Í þetta sinn hafi verið dregið fljótt úr viðbúnaði. Lögregla muni hafa betri upplýsingar um það hvað nákvæmlega hafi verið á ferðinni fljótlega. Málið sé til rannsóknar. Viðtalið má heyra hér að neðan. Að neðan má svo sjá svipmyndir frá vettvangi í dag.
Lögreglumál Reykjavík Sendiráð á Íslandi Tengdar fréttir Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Nýr óperustjóri: Lengri samningar og stöðugleiki nýlunda í íslensku óperulífi Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Sjá meira
Starfsfólk sendiráðsins á sjúkrahús vegna grunsamlegrar sendingar Starfsfólk bandaríska sendiráðsins við Engjateig var flutt á sjúkrahús til skoðunar til öryggis eftir að það handlék grunsamlega sendingu. Sérsveit ríkislögreglustjóra og slökkvilið var kallað til vegna sendingarinnar. 4. janúar 2023 14:17