„Skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:57 Mikel Arteta var virkilega ósáttur þegar sínir menn fengu ekki vítaspyrnur í kvöld. Julian Finney/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vægast sagt ósáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti „Að spila á Íslandi er frábært tækifæri fyrir mig“ Körfubolti Þjóðverjar í úrslit EM í fyrsta sinn í tuttugu ár Körfubolti „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Enski boltinn Heimsmethafinn Powell í bann 61 árs en ástæðan á huldu Sport Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Enski boltinn Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Fleiri fréttir Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni Skór United týndust og kátur búðareigandi í Björgvin græddi vel Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Dagný ólétt að sínu þriðja barni Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Sjá meira
Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39