„Skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 3. janúar 2023 22:57 Mikel Arteta var virkilega ósáttur þegar sínir menn fengu ekki vítaspyrnur í kvöld. Julian Finney/Getty Images Mikel Arteta, knattspyrnustjóri Arsenal, var vægast sagt ósáttur eftir markalaust jafntefli sinna manna gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle. Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Þrátt fyrir að hafa verið meira með boltann í leik kvöldsins áttu heimamenn í Arsenal í erfiðleikum með að brjóta vörn Newcastle á bak aftur. Heimamönnum tókst þó að koma sér í hættulegar stöður nokkrum sinnum í leiknum og þjálfarinn er viss um að sínir menn hafi átt að fá í það minnsta tvær vítaspyrnur í leiknum. Í fyrra skiptið var Gabriel togaður niður innan vítateigs af Dan Burn og í það síðara fékk Jacob Murphy boltann í höndina undir lok uppbótartíma síðari hálfleiks. Dómari leiksins sá þó ekki ástæðu til að dæma vítaspyrnur og Arteta var eðlilega svekktur í leikslok. „Ég er virkilega stoltur af því hvernig leikmenn liðsins spiluðu í kvöld,“ sagði Arteta. „Við stjórnuðum leiknum, en okkur vantaði einhvern neista á seinasta þriðjungi vallarins. En svo var í raun skandall að við höfum ekki fengið tvær vítaspyrnur.“ Mikel Arteta believes his Arsenal side were wrongly denied two penalties in their 0-0 draw against Newcastle, calling the decisions “scandalous”. pic.twitter.com/hjfK9VGSM6— The Athletic | Football (@TheAthleticFC) January 3, 2023 „Þetta eru tvær vítaspyrnur sem við eigum að fá, svo einfalt er það. Nú er ég bara að tala um það sem ég sá. Þetta voru tvö víti og það er skandall að við höfum ekki fengið þau. En samt sem áður er ég mjög stoltur af strákunum og þeirri vinnu sem þeir lögðu í þennan leik,“ sagði sár og svekktur Arteta eftir markalaust jafntefli gegn Newcastle.
Enski boltinn Tengdar fréttir Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39 Mest lesið Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport „Við eigum heima í Evrópu“ Enski boltinn Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Fótbolti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Enski boltinn Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Handbolti Fleiri fréttir Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Sjá meira
Newcastle stöðvaði sigurgöngu Arsenal Eftir fimm sigurleiki í röð i ensku úrvalsdeildinni þurfti topplið Arsenal að sætta sig við markalaust jafntefli er liðið tók á móti Newcastle í kvöld. 3. janúar 2023 21:39