Fótbolti

Þúsundir fylgdu Pelé síðasta spölinn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Íbúar Santos fjölmenntu út á götur borgarinnar til að fylgja knattspyrnugoðsögninni Pelé síðasta spölinn.
Íbúar Santos fjölmenntu út á götur borgarinnar til að fylgja knattspyrnugoðsögninni Pelé síðasta spölinn. Wagner Meier/Getty Images

Þúsundir manna voru samankomnir úti á götum Santos í Brasilíu í dag til að fylgja knattspyrnugoðsögninni Pelé síðasta spölinn. Pelé var lagður til hinstu hvílu á níundu hæð í kirkjugarði í boginni til heiðurs föður hans sem lék með töluna níu á bakinu á sínum ferli.

Þúsundir aðdáenda goðsagnarinnar voru mættir til að fylgjast með er kistu Pelé var ekið um Santos á leið sinni í kirkjugarðinn og votta einum besta knattspyrnumanni sögunnar virðingu sína. Kistan, klædd í brasilíska fánann, fór meðal annars í gegnum hverfið þar sem 100 ára gömul móðir hans býr enn.

Pelé lést síðastliðinn fimmtudag, 82 ára að aldri, eftir baráttu við ristilkrabbamein. Pelé er af mörgum talinn einn allra besti knattspyrnumaður sögunnar, en hann var jarðaður í Ecumenical Memorial Necropolis kirkjugarðinum. 

Hans hinsta ósk var að hann yrði jarðaður á níundu hæð í kirkjugarði í heimabæ sínum, Santos, til heiðurs föður hans sem lék á sínum tíma með töluna níu á bakinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×