Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum Kolbeinn Tumi Daðason og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 3. janúar 2023 17:10 Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða. Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42. Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira
Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42.
Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Fleiri fréttir Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Sjá meira