Veitingaskáli í Hörgslandi í ljósum logum Kolbeinn Tumi Daðason og Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifa 3. janúar 2023 17:10 Eldur kviknaði í sölu- og veitingaskála á Hörgslandi í Skaftárhreppi nærri Kirkjubæjarklaustri í dag. Ljóst er að um stórtjón er að ræða. Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42. Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Ragnar Johansen eigandi staðarins er staddur erlendis og staðfestir í samtali við fréttastofu að starfsfólk hafi verið að reyna að þíða lagnir eftir mikið frost þegar eldurinn kom upp. Tamita Loise Olayvar Johansen, dóttir Ragnars, er á vettvangi og segir húsið alveg farið. Ekkert sé eftir af byggingunni. „Tæki var sett í gang til þess að hita lagnirnar og svo var vinnumaður sem var að fara að koma að vinna um þrjú, fjögur leytið í móttökunni. Hann tók þá eftir að það væri kominn reykur inni og kviknað hafði í á bakvið húsið,“ segir Tanita. Hún segist þakklát fyrir að enginn hafi slasast, alltaf sé hægt að byggja nýtt hús. Byggðin í kring hólpin Guðmundur Vignir Steinsson, varaslökkviliðsstjóri hjá slökkviliðinu Klaustri segir slökkvistörf hafa gengið erfiðlega vegna veðurs. „Þetta er bara búinn að vera tómur barningur, hér er búið að vera hávaðarok, norðanátt. Vindurinn stendur í allar áttir hérna undan fjallinu. Hvergi hægt að vera almennilega í skjóli undan reyk og öðru en húsið er alelda og litlu bjargað þar,“ sagði Guðmundur í samtali við fréttastofu. Hann segir eldinn hafa komist fljótt um húsið en það sé úr timbri. Guðmundur segir eitt hús nálægt hafa verið í hættu um tíma en slökkviliðinu hafi tekist að koma í veg fyrir að eldurinn kæmist í það. Byggðin í kring sé hólpin. Allir lækir frosnir „Það var erfitt að ná í vatn, náttúrulega allir lækir frosnir og annað þannig við þurftum að gera okkur ferð inn á Klaustur til þess að ná í vatn. Slökkviliðið á Vík kom hérna að aðstoða okkur líka,“ segir Guðmundur. Hann segir bæði hafa verið erfitt að komast að vatni og svæðinu vegna frosts. Klukkan 17:23 var slökkviliðið enn að stöfum við það að slökkva síðustu glæður í húsinu. Sigurjón Andrésson, bæjarstjóri Sveitarfélagsins Hornafjarðar átti leið hjá skálanum fyrr í dag þegar hann stóð í ljósum logum. Hann segist á Facebook síðu sinni vona að uppbygging geti hafist sem allra fyrst. „Það var ófögur sjón sem blasti við mér á austurleiðinni áðan. Sölu og veitingaskálinn á Hörgslandi í Vestursýslunni ljósum logum! Við vonum að uppbygging geti hafist sem allra fyrst enda er Hörgsland mikilvægur og vinsæll áningarstaður meðal ferðafólks.“ Hér efst í frétt má sjá myndband af svæðinu sem tekið var af Sigurjóni Andréssyni. Fréttin var uppfærð klukkan 18:42.
Slökkvilið Skaftárhreppur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira