Leggur til að samnýta borgarlínu og fluglest til Keflavíkur Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 3. janúar 2023 13:01 Runólfur Ágústsson ritstýrði skýrslu frá 2014 þar sem lagt var mat á hagkvæmni hraðlestar milli Keflavíkurflugvallar og miðborgar Reykjavíkur. Hægt væri að samnýta neðanjarðargöng fyrir fluglest frá Reykjavík til Keflavíkur og borgarlínu. Þetta segir ritstjóri skýrslu um lestarmál, sem kom út fyrir nokkrum árum, sem telur verkefnið leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, forseti borgarstjórnar kallar eftir lest til Keflavíkur í samtali við Fréttablaðið. Tilefnið er lokun Reykjanesbrautar vegna ófærðar þegar umm þrjátíu þúsund manns lendu í vandræðum. Umræðan um lestarsamgöngur frá Reykjavík til Keflavíkur er ekki ný. Árið 2014 gáfu Reykjavíkurborg, Efla, Landsbanki, Isavia og fleiri út skýrslu þar sem hagkvæmni hraðlestar milli miðborgarinnar og Keflavíkur var metin og kom þar fram að lest gæti orðið að veruleika árið 2023. Strandaði á Hafnarfjarðabæ Þessi skýrsla er gefin út og hvað gerist svo? „Við förum í það á þeim tíma að gera samninga um skipulagsmál við þau sveitarfélög sem í hlut eiga. Öll sveitarfélög á lestarleiðinni frá Reykjavík og suður til Reykjanesbæjar þau sömdu við okkur að undanteknum Hafnarfirði þar sem við fengum ekki samning og þá stoppaði málið,“ sagði Runólfur Ágústsson, ritstjóri skýrslunnar. Hann telur þörf á heildarendurskoðun á samgöngukerfinu á suðvesturhorni landsins. Á þeim tíma sem skýrslan var í smíðum var talið verkefnið myndi kosta um 150 milljarða. „Lang stærsti kostnaðarliðurinn eru göng frá Straumsvík um Smáralind og Kringlu og niður í Vatnsmýri. Auðvitað miðað við það sem við erum að horfa á í dag þá væru samleiðarfæri við borgarlínu og aðrar almenningssamgöngur á höfuðborgarsvæðinu.“ „Það er spurning hvort það væri ekki þess virði að athuga hvort hægt væri að samnýta þessi göng fyrir fluglest sem fer hratt með farþega á milli Keflavíkur og Reykjavíkur og einhvers konar neðanjarðarlest. Að við myndum nýta sömu göngin, svipað eins og í Kaupmannahöfn þar sem sjálfkeyrandi vagnar fara um. Það myndi leysa samgönguvanda borgarinnar í eitt skipti fyrir öll.“ Hann segir að sú framkvæmd myndi kosta um 150 til 200 milljarða. „Það eru miklir peningar en við skulum athuga í því samhengi að ef við horfum á Fjarðarheiðagöng, sem eiga að kosta 50 milljarða, þá kostar þessi framkvæmd fjórum sinnum meira en þjónar tuttugu til þrjátíu sinnum fleiri og kostnaður per íbúa eða farþega yrði miklu lægri.“ Skýrsluna má lesa hér að neðan. Tengd skjöl skýrslaPDF2.7MBSækja skjal
Samgöngur Borgarstjórn Reykjavík Hafnarfjörður Kópavogur Umferð Keflavíkurflugvöllur Garðabær Tengdar fréttir Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58 Mest lesið Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Erlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Innlent Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Innlent Trump veitir Ungverjum undanþágu Erlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Forseti borgarstjórnar Reykjavíkur kallar eftir lest til Keflavíkur „Við getum ekki lengur stungið höfðinu í sandinn. Það er tilvalið verkefni að úthýsa uppbyggingu lestar til Keflavíkur ef verkefnið reynist hagkvæmt en ákvörðun um þetta er vitaskuld á ábyrgð ríkisins.“ 3. janúar 2023 06:58