„Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. janúar 2023 08:06 Spare kemur út 10. janúar næstkomandi. „Ég vil fá föður minn aftur, ég vil fá bróður minn aftur,“ segir Harry Bretaprins í viðtali við ITV sem verður birt 8. janúar næstkomandi, tveimur dögum fyrir útgáfu bókarinnar Spare. Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan. Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Harry ræddi við ITV í Bretlandi og CBS í Bandaríkjunum í tengslum við útgáfu bókarinnar en í gær birtust stiklur úr báðum viðtölum. Í stiklunni fyrir ITV-viðtalið segir Harry að „þeir“ hafi ekki sýnt neinn vilja til sátta en það kemur ekki skýrt fram hverjir „þeir“ eru; hvort það eru faðir hans og bróðir. Í stiklunni fyrir CBS-viðtalið segist Harry hafa verið svikinn en umrædd svik fólust að hans sögn meðal annars í upplýsingaleka konungshallarinnar til fjölmiðla, þar sem ófögrum sögum um hann og eiginkonu hans Meghan Markle var „komið fyrir“ í fjölmiðlum. Harry hefur áður tjáð sig um óheiðarlegar aðferðir starfsmanna konungshallarinnar, sem hann segir njóta samþykkis konungsfjölskyldunnar. Mottó fjölskyldunnar, „aldrei kvarta, aldrei útskýra“, sé einmitt það; bara mottó. Raunveruleikinn sé sá að fjölskyldan nýti sér fjölmiðla til að hafa áhrif á umræðuna um sig. In a revealing interview for @60Minutes, Prince Harry discusses his childhood, the death of his mother and how the press interacts with Buckingham Palace: There becomes a point when silence is betrayal. The full interview airs this Sunday on @CBS. https://t.co/3EXhIK45At pic.twitter.com/O4873csdp7— CBS Evening News (@CBSEveningNews) January 3, 2023 Í viðtalinu við CBS segir Harry að heilu umfjallanir fjölmiðla séu í raun komnar beint frá Buckingham-höll og því hafi hann upplifað það sem svik þegar konungsfjölskyldan sagðist ekkert geta gert til þess að vernda hann og Meghan. Þá segist hann ekki sjá fyrir sér að snúa aftur í opinbert hlutverk fyrir fjölskylduna. „Ég vildi fjölskylduna, ekki stofnunina,“ segir Harry í viðtalinu við ITV. Útgefandi Spare segir bókina einlæga frásögn Harry af uppvaxtarárum sínum og reynslu sinni innan konungsfjölskyldunnar. Hennar er beðið með mikilli eftirvæntingu en hún mun einnig koma út sem hljóðbók, lesin af prinsinum sjálfum. Menn velta því nú fyrir sér hvort ofangreind viðtöl muni leiða eitthvað nýtt í ljós, þar sem þau voru tekin af virtum blaðamönnum; Anderson Cooper fyrir CBS og Tom Bradby fyrir ITV. Mörgum þóttu Oprah Winfrey og Netflix fara afar mjúkum höndum um Harry og Meghan.
Kóngafólk Harry og Meghan Bretland Karl III Bretakonungur Mest lesið Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Lífið gjörbreytt Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Hlaup hafið í Skaftá Innlent Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Hafnarfjörður mátti ekki afturkalla ráðningu Óskars Steins Innlent Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Erlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira