Fótbolti

Sökuð um að skipuleggja líkamsárás á liðsfélaga en fann sér nýtt lið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Aminata Diallo á æfngu með Paris Saint Germain en franska liðið sagði upp samningi sínum við hana í sumar.
Aminata Diallo á æfngu með Paris Saint Germain en franska liðið sagði upp samningi sínum við hana í sumar. Getty/Aurelien Meunier

Franska knattspyrnukonan Aminata Diallo sætir enn þá rannsókn í Frakklandi vegna líkamsárásar á fyrrum liðsfélaga sinn en hún er nú búinn að fá nýjan samning.

Diallo fær að yfirgefa Frakkland og samdi við spænska félagið Levante.

Hún hafði verið án liðs eftir að Paris Saint Germain sagði upp samningi hennar í júní á síðasta ári.

Hin 27 ára gamla Diallo hefur spilað sjö landsleiki fyrir Frakkland en hún var í samkeppni við Kheira Hamraoui um sæti í PSG-liðinu.

Hamraoui varð fyrir árás grímuklæddra manna eftir að Diallo hafði skutlað henni heim eftir liðspartý árið 2020.

Diallo var handtekin grunuð um aðild að árásinni en fjöldi annarra eru líka ákærðir fyrir þátttöku sína.

Grímuklæddu mennirnir drógu Hamraoui út úr bílnum og réðust á hana með járnstöngum . Hún þurfti að fara á spítala þar sem gert var að sárum hennar.

Diallo hefur staðfastlega neitað að hafa eitthvað komið nálægt árásinni á Hamraoui en málið kostaði hana samninginn hjá PSG.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×