Valgeir Lunddal á lista UEFA yfir mest spennandi leikmenn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. janúar 2023 09:01 Valgeir Lunddal Friðriksson fagnar marki með íslenska landsliðnu með Aroni Elís Þrándarsyni. Getty/Jonathan Moscrop Íslenski bakvörðurinn Valgeir Lunddal Friðriksson er á lista evrópska knattspyrnusambandsins, UEFA, yfir þá leikmenn sem gætu sprungið út á nýju ári. Valgeir Lunddal er þarna í hópi fjörutíu spennandi leikmanna alls staðar af úr Evrópu. Til að komast á listann urðu leikmenn að vera 21 árs eða yngri í upphafi árs. Þetta er árlegur listi hjá heimasíðu UEFA og á honum hafa verið menn eins og þeir Erling Haaland, Jamal Musiala, Rodrygo, Jude Bellingham og Mykhailo Mudryk. Arda Güler, Xavi Simons, Gonçalo Ramos...Players to watch out for in 2023 #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 2, 2023 Listinn er settur saman eftir samtöl við fréttamenn, sérfræðinga og ritstjóra út um alla Evrópu. Valgeir átti mjög eftirminnilegt 2022 tímabil en hann hjálpaði þá Häcken að verða meistari í fyrsta sinn í 82 ára sögu félagsins. Hann kvaddi Ísland með því að verða Íslandsmeistari með Valsmönnum. Valgeir er enn bara 21 árs gamall en er samt að hefja sitt þriðja tímabil í atvinnumennsku með sænska liðinu. „Ég hef bætt mig mikið á þessu tímabili og sýni meiri yfirvegum þegar ég er með boltann,“ hefur heimasíða UEFA eftir Valgeiri. Meðal annarra á listanum er Alejandro Garnacho hjá Manchester United, David Datro Fofana hjá Chelsea, Anthony Gordon hjá Everton og Gonçalo Ramos hjá Benfica. Það má finna allan listann hér. Valgeir Lunddal er í íslenska landsliðshópnum í janúar þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð. Sænski boltinn UEFA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira
Valgeir Lunddal er þarna í hópi fjörutíu spennandi leikmanna alls staðar af úr Evrópu. Til að komast á listann urðu leikmenn að vera 21 árs eða yngri í upphafi árs. Þetta er árlegur listi hjá heimasíðu UEFA og á honum hafa verið menn eins og þeir Erling Haaland, Jamal Musiala, Rodrygo, Jude Bellingham og Mykhailo Mudryk. Arda Güler, Xavi Simons, Gonçalo Ramos...Players to watch out for in 2023 #UCL— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) January 2, 2023 Listinn er settur saman eftir samtöl við fréttamenn, sérfræðinga og ritstjóra út um alla Evrópu. Valgeir átti mjög eftirminnilegt 2022 tímabil en hann hjálpaði þá Häcken að verða meistari í fyrsta sinn í 82 ára sögu félagsins. Hann kvaddi Ísland með því að verða Íslandsmeistari með Valsmönnum. Valgeir er enn bara 21 árs gamall en er samt að hefja sitt þriðja tímabil í atvinnumennsku með sænska liðinu. „Ég hef bætt mig mikið á þessu tímabili og sýni meiri yfirvegum þegar ég er með boltann,“ hefur heimasíða UEFA eftir Valgeiri. Meðal annarra á listanum er Alejandro Garnacho hjá Manchester United, David Datro Fofana hjá Chelsea, Anthony Gordon hjá Everton og Gonçalo Ramos hjá Benfica. Það má finna allan listann hér. Valgeir Lunddal er í íslenska landsliðshópnum í janúar þar sem liðið spilar tvo vináttulandsleiki á Algarve í Portúgal. Fyrri leikurinn verður gegn Eistlandi 8. janúar á Estadio Nora og sá seinni á Estadio Algarve 12. janúar gegn Svíþjóð.
Sænski boltinn UEFA Mest lesið Leik lokið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Körfubolti „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Körfubolti Amorim vildi ekki ræða framtíðina Fótbolti Ægir valinn verðmætastur Körfubolti Tottenham vann Evrópudeildina Fótbolti Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Fótbolti „Okkur er alveg sama núna“ Fótbolti Sveindís til félags í eigu stórstjarna Fótbolti Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Fótbolti Fleiri fréttir Amorim vildi ekki ræða framtíðina „Okkur er alveg sama núna“ Sjáðu markið sem tryggði Tottenham titilinn Tottenham vann Evrópudeildina Sveindís til félags í eigu stórstjarna Játar sök vegna smygls á 60 kílóum af kannabisi Vázquez víkur fyrir Trent Flestir vonast eftir sigri Spurs í kvöld Bellingham þarf að fara í aðgerð Mikilvægasti leikur í sögu Man. Utd Yamal tekur við tíunni hjá Barcelona Kona Calvert-Lewin varð fyrir barðinu á netníðingum Þeir bestu ( 10.-9. sæti): Hörkutól með hæfileika Guardiola hótar að hætta „Að vinna Evrópudeildina mun ekki leysa öll okkar vandamál“ „Verð aldrei trúður“ „Manchester er heima“ Sveinn Aron skoraði, lagði upp og klúðraði vítaspyrnu Rómverjar vilja Nuno sem gæti verið ósáttur í Skírisskógi De Bruyne kvaddur með stæl „Finnst áran yfir þessu Þróttaraliði virkilega góð“ Frimpong í læknisskoðun hjá Liverpool og Kerkez í launaviðræðum Pepe Reina leggur hanskana á hilluna Beckham varar Manchester United við Áhyggjulaus yfir þátttöku landsliðskvenna á spennandi móti: „Þar til einhver meiðist“ Titilbaráttan ræðst á föstudag eða í úrslitaleik á mánudag Sigurður Breki viðbeinsbrotinn og frá í fjórar vikur Skemmtikrafturinn spilar ekki meira fyrir nýliðana Nýtt sjónarhorn færir Arnari fullnaðarsigur Þeir bestu (15.-11.): Rótarskot frá Skotlandi og El Salvador, sögurnar af Sigga og gullfóturinn Sjá meira