Í gær var staðfest að Ronaldo muni spila í Sádi-Arabíu til sumarsins 2025. Hann skrifaði undir tveggja og hálfs árs samning en talið er að hann fái um 200 milljónir Bandaríkjadala eða 28 milljarða íslenskra króna fyrir árið.
Al Nassr hefur nú opinberað komu Ronaldo og sjá má hann halda á gulum og bláum búning liðsins með númerinu 7 á bakinu. Í tilkynningunni segir:
„Sögulegt augnablik. Þessi kaup munu ekki aðeins ýta undir frekari árangur hjá félaginu heldur hvetja deildina, þjóðina og framtíðarkynslóðir til að verða besta útgáfan af sjálfum sér. Velkominn Cristiano.“
History in the making. This is a signing that will not only inspire our club to achieve even greater success but inspire our league, our nation and future generations, boys and girls to be the best version of themselves. Welcome @Cristiano to your new home @AlNassrFC pic.twitter.com/oan7nu8NWC
— AlNassr FC (@AlNassrFC_EN) December 30, 2022
Ronaldo sjálfur segist mjög spenntur fyrir því að spila í nýju landi og upplifa nýja hluti. Þá segist hann hafa verið heillaður af „sýn“ Al Nassr.
Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur allan sinn feril spilað í Evrópu – með Sporting í Portúgal, Manchester United á Englandi, Real Madríd á Spáni og Juventus á Ítalíu – en mun nú að öllum líkindum ljúka ferli sínum í Sádi-Arabíu.