Ríkissjóður kaupir meirihluta Landsnets á um 63 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 18:37 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða hafa náð samningum um kaup ríkisins á 93,22 prósent eignarhlut fyrirtækjanna í Landsneti hf.. Eftir stendur 6,78 prósent hlutur Orkuveitur Reykjavíkur í Landsneti. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann. Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann.
Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira