Ríkissjóður kaupir meirihluta Landsnets á um 63 milljarða króna Árni Sæberg skrifar 30. desember 2022 18:37 Guðmundur Ingi Ásmundsson er forstjóri Landsnets. Stöð 2/Arnar Fjármála- og efnahagsráðuneytið, Landsvirkjun, RARIK og Orkubú Vestfjarða hafa náð samningum um kaup ríkisins á 93,22 prósent eignarhlut fyrirtækjanna í Landsneti hf.. Eftir stendur 6,78 prósent hlutur Orkuveitur Reykjavíkur í Landsneti. Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann. Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira
Í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins segir að samkvæmt kaupsamningi greiði ríkið bókfært verð fyrir eignarhlut fyrirtækjanna, sem nemi um 439 milljónum Bandaríkjadala, eða um 63 milljörðum króna. Á vef Landsnets segir að fyrirtækið hafi verið í 64,73 prósent eigu Landsvirkjunar, 22,51 prósent eigu RARIK, 5,98 prósent eigu Orkubús Vestfjarða og 6,78 prósent eigu Orkuveitu Reykjavíkur fyrir viðskiptin. Í samræmi við Orkustefnu Í tilkynningu segir að Landsnet hafi verið stofnað með lögum árið 2004 og tekið til starfa árið 2005. Landsnet starfi samkvæmt sérleyfi og gegni mikilvægu hlutverki á raforkumarkaði, en hlutverk félagsins sé flutningur raforku og stjórnun raforkukerfisins. Eigendur hafi í byrjun verið Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða. Árið 2007 hafi Orkuveita Reykjavíkur bæst í eigendahópinn og eignarhald verið óbreytt síðan. Í Orkustefnu til 2050, sem birt var haustið 2020, komi meðal annars fram að hlutlaust eignarhald sé grundvöllur gagnsæis og jafnræðis á raforkumarkaði og því mikilvægt að ljúka eigendaaðskilnaði flutningsfyrirtækisins þannig að það sé í beinni opinberri eigu. Kaup ríkisins grundvallist á þessu sjónarmiði og séu í samræmi við það sem kveðið er sé um með nýlegum breytingum á raforkulögum og lögum um stofnun Landsnets. Víðtæk samstaða um að ríkið eigi Landsnet Í tilkynningu er haft eftir Bjarna Benediktssyni, efnahags- og fjármálaráðherra, að hann sé ánægður með að breytt eignarhald Landsnets sé komið til framkvæmda. Það hafi verið víðtæk samstaða um að eignarhald Landsnets sé best komið í beinni eigu ríkisins og/eða sveitarfélaga. Með þessum samningi sé stigið fyrsta skrefið í að innleiða þessa breytingu hjá þessu mikilvæga fyrirtæki. „Þessi samningur er mikið fagnaðarefni. Landsvirkjun hefur lengi talað fyrir því að breyta eignarhaldi Landsnets og bent á að það sé óheppilegt að Landsnet, sem hefur einkaleyfi á flutningi raforku og kerfisstjórnun, sé í eigu orkuvinnslufyrirtækja og dreifiveitna. Óbreytt eignarhald samræmist illa meginhugmyndum um aðskilnað samkeppnisreksturs og grunnreksturs á orkumarkaði. Það er ánægjulegt að sjá að þessi breyting hefur nú raungerst,“ er haft eftir Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar. Eignarhluturinn hafi skapað tekjur „RARIK fagnar þessum samningi. Hlutverk á raforkumarkaði verða skýrari og sjálfstæði flutningsfyrirtækisins stuðlar að jafnræði og eðlilegri þróun orkumarkaðar á Íslandi. RARIK og Landsnet hafa átt góð og fagleg samskipti hingað til og svo mun verða áfram,“ er haft eftir Magnúsi Þór Ásmundssyni, forstjóra RARIK. Haft er eftir Elíasi Jónatanssyni orkubússtjóra Orkubús Vestfjarða, að eignarhlutur OV í Landsneti hafi á undanförnum árum skapað tekjur sem hafi verið mikilvægur þáttur í rekstrarafkomu Orkubúsins. „Með sölunni skapast hins vegar ný tækifæri fyrir Orkubúið að auka fjárfestingar í orkuinnviðum á Vestfjörðum og tryggja þannig Vestfirðingum betur sambærilega stöðu í raforkumálum og aðrir íbúar landsins búa við,“ segir hann.
Orkumál Landsvirkjun Efnahagsmál Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Sjá meira