Enski boltinn

Klopp líkir Nunez við Lewandowski

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Darwin Nunez brennir af dauðafæri í leiknum gegn Aston Villa á dögunum.
Darwin Nunez brennir af dauðafæri í leiknum gegn Aston Villa á dögunum. getty/Michael Steele

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, hefur tröllatrú á Darwin Nunez og líkir honum við einn besta framherja heims.

Nunez kom til Liverpool frá Benfica í sumar. Hann hefur skorað níu mörk í öllum keppnum á tímabilinu en þau gætu hæglega verið fleiri því Úrúgvæinn hefur farið illa með nokkur góð færi.

Klopp er samt þolinmóðir og segist hafa upplifað svipað hjá Robert Lewandowski þegar hann kom til Borussia Dortmund frá Lech Poznan.

„Það eru mikil líkindi. Lewy segir örugglega sömu söguna. Við vorum með skotæfingu þar sem við veðjunum tíu evrum. Ef hann skoraði oftar en tíu sinnum þurfti ég að borga honum en ef hann gerði það ekki þurfti hann að borga mér. Vasarnir mínir voru alltaf fullir fjár,“ sagði Klopp.

„Ég upplifði svipað með Lewy en ekki bara hann, þótt það sé augljósi samanburðurinn. Þetta snýst um að vera rólegur og ég er ofur rólegur. Liðið er það líka og sannfært og það er mjög svalt.“

Nunez verður væntanlega í eldlínunni þegar Liverpool tekur á móti Leicester City í ensku úrvalsdeildinni í kvöld. Rauði herinn er í 6. sæti deildarinnar með 25 stig, fimm stigum frá Meistaradeildarsæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×