„Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. desember 2022 17:12 Skíðaþyrstir fengu loksins að renna sér í Bláfjöllum í dag. Skjáskot Skíðasvæði Bláfjalla hefur loksins verið opnað aftur en fjölmargir hafa lagt leið sína þangað á fyrstu klukkutímunum að sögn rekstarstjóra Bláfjalla. Sökum snjóleysis var þó aðeins hægt að opna nýjustu lyftuna og barnalyftur og grínast rekstrarstjórinn með að Reykjavík hafi stolið snjónum. Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar. Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Einar Bjarnason, rekstrarstjóra Bláfjalla, segir mætinguna hafa verið góða frá því að þau opnuðu klukkan 14 en margir hafa eflaust beðið spenntir eftir að prófa nýjustu stólalyftuna, Drottninguna. „Stemningin er eiginlega bara frábær. Það er mjög vel mætt miðað við hvað við erum með lítið opið en nýja lyftan togar náttúrulega til sín og það er alveg geggjað færi. Þetta er bara eins og þú sért í Ölpunum, tólf stiga frost og logn. Þetta er bara algjörlega geggjað,“ segir Einar léttur í bragði. Nokkrum klukkutímum eftir opnun var líf og fjör í fjallinu.Aðsend Vegna snjóleysis tókst aðeins að opna Drottninguna og barnalyftur í dag. Það slær þó ekki á gleðina hjá skíðafólkinu. „Það eru allir rosa kátir en við erum frekar pirraðir út í Reykjavík og Suðurnesin að taka snjóinn frá okkur, hann fauk frá okkur þarna í bæinn og við erum ekki alveg sáttir, mér finnst að þið eigið að skila þessu til okkar,“ segir Einar og hlær. Gestir fengu að prufukeyra nýjustu lyftuna. „Það væri geggjað ef við fengjum meiri snjó og við erum að vona að þessi spá gangi eftir á laugardaginn, þá er spáð snjókomu og þá ætlum við bara að vona að þetta fyllist allt og allt verði komið í „full swing“ á nýju ári,“ segir hann enn fremur. Opið verður á skíðasvæðinu frá 14 til 22 á virkum dögum en á gamlársdag verður lokað. Skíðasvæðið opnar svo aftur, vonandi með meiri snjó, á nýársdag. „Þetta er allt að gerast, hægt og rólega. Við erum alla vega komnir í gang og þá eru allir glaðir,“ segir Einar.
Skíðasvæði Reykjavík Veður Tengdar fréttir Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44 Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30 Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42 Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Sjá meira
Loksins loksins opnað í Bláfjöllum þó enn vanti snjó „Loksins loksins“ segir í færslu Skíðasvæðanna í Bláfjöllum og Skálafelli. Opnað verður í Drottningunni, töfrateppinu og kaðlinum klukkan 14 í dag. Enn er ekki hægt að opna göngubraut fyrir skíðagöngufólk sökum snjóleysis. 29. desember 2022 09:44
Stefna að opnun í Bláfjöllum á morgun Rekstrarstjóri skíðasvæðisins í Bláfjöllum stefnir á að opna svæðið á morgun. Brekkan við Drottninguna er tilbúin til notkunar en brekkan við Kónginn er enn snjólaus. 28. desember 2022 11:30
Framkvæmdir í Bláfjöllum komnar á fullt Framkvæmdir við tvær nýjar stólalyftur í Bláfjöllum eru komar á fullt. Reiknað er með að önnur þeirra verði kominn í gagnið á næstu skíðavertíð. 30. júní 2022 11:42