Innlent

Níu létust í umferðinni, fjórir í flugslysi og tveir á sjó

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Flugslysið átti sér stað í febrúar en ekki reyndist mögulegt að sækja vélina fyrr en í apríl.
Flugslysið átti sér stað í febrúar en ekki reyndist mögulegt að sækja vélina fyrr en í apríl.

Níu létust í umferðinni á árinu sem er að líða, fjórir í flugslysi og tveir á sjó. 

Frá þessu greinir Morgunblaðið og vísar í tölur frá Samgöngustofu.

Þar segir að fjöldi látinna í umferðinni sé sá sami og í fyrra og svipaður og árin tvö á undan en árin 2015 til 2018 hafi banaslys verið mun fleiri.

Þeir fjórir sem létust í flugslysi fórust allir þegar flugvél hrapaði í Þingvallavatn í byrjun febrúar. Um var að ræða flugmann vélarinnar og þrjá farþega, sem voru erlendir ferðamenn.

Leit hófst að vélinni 3. febrúar en hún fannst að kvöldi 4. febrúar og lík hinna látnu 6. febrúar. Þau náðust á land nokkrum dögum síðar en ekki var hægt að sækja vélina fyrr en í apríl.

Tvö banaslys urðu á sjó.

Hið fyrra komst í fréttirnar þegar lík sjómanns fannst í fjörunni við Sólfarið í janúar en hið síðara átti sér stað í byrjun desember, þegar sjómaður féll útbyrðis af fiskiskipi út af Faxaflóa.

Sá er ófundinn.


Tengdar fréttir

Flaug í mjög lítilli hæð áður en hún hafnaði í vatninu

Í nýrri bráðabirgðaskýrslu Rannsóknarnefndar samgönguslysa um flugslysið í Þingvallavatni í febrúar kemur fram að Neyðarlínunni hafi borist stutt símtal frá einum farþeganna. Á myndum úr skýrslunni má sjá að flugvélin virðist fljúga í mjög lítilli hæð yfir Þingvallavatni í um sjö sekúndur áður en hún hafnar í vatninu.

Rannsaka tildrög þess að skipverjinn féll útbyrðis

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í sjónum við Sólfarið í Reykjavík í dag hafi verið um borð í bátnum sem fannst í fjörunni í Engey nokkru áður. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Leituðu í alla nótt og fara nú yfir gögnin

Leit með neðansjávarfari að skipverjanum á Sighvati GK-57 hélt áfram í alla nótt og var leit hætt nú skömmu fyrir klukkan tíu í morgun. Farið verður yfir gögnin og staðan tekin aftur síðar í dag. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×