„Almenningur sér í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni“ Ólafur Björn Sverrisson og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 18:58 Sveinn Andri Sveinsson, verjandi annars mannanna, segir umbjóðanda sinn engar pólitískar skoðanir hafa. Vísir/Egill Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður annars þeirra sem eru grunaðir um skipulagningu hryðjuverka, segir ákvörðun lögreglu um að hækka viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar vera sýndarmennsku. Ákvörðunina tók lögregla í kjölfar þess að Landsréttur féllst ekki á kröfu um gæsluvarðhald yfir mönnunum. „Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson. Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
„Þetta er sambland af sýndarmennsku og særðu stolti,“ segir Sveinn Andri sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Það liggur fyrir, og er margúrskurðað, að mennirnir eru algjörlega hættulausir, bæði sjálfum sér og öðrum. Á þeim grundvelli hafa þeir verið látnir lausir og almannahagsmunir ekki taldir til staðar til þess að þeir sæti gæslu.“ Viðbúnaðarstig vegna hryðjuverkaógnar hér á landi er nú það sama og í Noregi og Svíþjóð. Ekki var talin ástæða til að greina almenningi strax frá hækkuðu viðbúnaðarstigi. Í því að færa viðbúnaðarstig úr A í B felst aukinn viðbúnaður vegna vísbendinga um að öryggisógn sé til staðar. Sveinn segir lögreglu hafa þurft að rökstyðja það með viðhlítandi hætti, hvers vegna ákvörðun um hækkun viðbúnaðarstigs var tekin. Það hafi embættið hins vegar ekki gert. „Þessir drengir hafa verið í faðmi fjölskyldunnar undanfarna daga, opnað pakka og stangað hangikjöt úr tönnunum. Eina sem svona tilkynning gerir er að valda ótta og kvíða hjá fólki sem er þegar með einhverja kvíðaröskun. Aðrir kippa sér ekki upp við þetta og flestir hjá almenningi sjá í gegnum þetta fimbulfamb hjá lögreglunni,“ segir Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður. Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn var einnig spurður út í þessi ummæli Sveins Andra. „Ég hvet menn bara til að skoða öll þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol, sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu. Ég kýs að fara ekki í neinar málalengingar út frá því, mér finnst það mjög ófaglegt,“ segir Karl Steinar Valsson.
Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. 28. desember 2022 15:57