Völdu að greina almenningi ekki strax frá hækkun viðbúnarstigs Eiður Þór Árnason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa 28. desember 2022 15:57 Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Lögreglan taldi ekki tilefni til að greina almenningi strax frá því að viðbúnaðarstig hafi verið hækkað eftir úrskurð Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Tilkynnt var um breytinguna í dag, um tveimur vikum eftir að hún tók gildi þann 13. desember. „Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á. Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
„Við erum enn í næst lægsta viðbúnaðarstigi og þetta stig er þannig að hinn almenni borgari ætti ekki að verða var við þessa breytingu. Þetta snýr fyrst og fremst að verklagi lögreglu og viðbrögðum því tengt,“ segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglustjóra í samtali við fréttastofu. Viðbúnaðarstigið var hækkað úr A í B en að sögn lögreglu felur hærra stigið í sér aukinn viðbúnað og að vísbendingar um öryggisógnir séu til staðar. Þó þurfi ekki að koma til sérstakra lögregluaðgerða eða neyðarráðstafana. Hyggst lögreglan hafa samráð við önnur stjórnvöld og viðbragðsaðila eftir þörfum og yfirfara fyrirfram skipulögð vinnubrögð. Þá eykur lögreglan eftirlit með þeim stöðum eða svæðum sem hún telur ástæðu til að vakta sérstaklega. Á svipuðum stað og Noregur og Svíþjóð Ríkislögreglustjóri hefur unnið að því að breyta hættumatinu sem það styðst við vegna hryðjuverkaógnar og færa viðmið til samræmis við það sem gildir í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Lögreglan hefur nú tekið upp sama fimm stiga kvarða og telur greiningardeild ríkislögreglustjóra Ísland í dag vera á þriðja stigi. Samkvæmt því er aukin ógn, ásetningur og/eða geta og hugsanleg skipulagning hryðjuverka talin vera til staðar. Karl Steinar segir nýja kvarðann auðvelda allan samanburð við hin Norðurlöndin. Ísland sé núna á sama stigi og Svíþjóð og Noregur en lægra en í Danmörku. Hættustigin fimm eru: Lágmarks ógn, takmörkuð ógn, aukin ógn, alvarleg ógn og mjög alvarleg ógn. „Við teljum að lögreglan hafi fulla burði til að takast á við þá stöðu sem við erum í og við erum þess vegna ekkert hrædd við það að greina frá því hvar við teljum okkur vera og teljum að almenningur sé ekki í neinni hættu, og hann á ekki að vera það. Við grípum til þeirra ráðstafana sem við teljum eðlilegt að gera í samræmi við þær reglur sem við höfum á hverjum tíma.“ Hvetur fólk til að skoða gögn málsins Verjendur mannanna tveggja sem handteknir voru vegna gruns um aðild að skipulagningu hryðjuverka hafa gagnrýnt lögregluna harðlega og jafnvel ásakað hana um sýndarmennsku. Karl Steinar gefur ekki mikið fyrir þessi ummæli. „Ég hvet menn bara til að lesa þau gögn sem hafa verið lögð fram, hvort sem það er frá lögreglu eða Europol sem hafa rannsakað öll hryðjuverkamál sem hafa verið í Evrópu meira og minna. Ég kýs að fara ekki í einhverjar málalengingar út frá því. Mér finnst það mjög ófaglegt.“ Í gæsluvarðhaldsúrskurði sínum setti Landsréttur spurningarmerki við að ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. Byggði ákvörðunin um að sleppa þeim meðal annars á geðmati og því að ekki stæði slík hætta af mönnunum að það réttlætti gæsluvarðhald. Taldi dómurinn ekki ástæðu til að telja að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg líkt og eins og áskilið er samkvæmt ákvæðinu sem krafa ákæruvaldsins var byggð á.
Dómsmál Lögreglumál Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06 Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43 Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Árborg girnist svæði Flóahrepps Innlent Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Fleiri fréttir Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Sjá meira
Lögreglan hækkar viðbúnaðarstig Viðbúnaðarstig lögreglu var hækkað 13. desember síðastliðinn í kjölfar úrskurðar Landsréttar um að sleppa skyldi tveimur mönnum úr gæsluvarðhaldi sem grunaðir eru um skipulagningu hryðjuverka. Viðbúnaðarstigið hefur verið hækkað úr A í B og hafa kvarðar lögreglunnar verið uppfærðir til samræmis við Norðurlöndin. 28. desember 2022 13:06
Varðhaldskröfu í hryðjuverkamáli hafnað vegna vafa um ásetning Tveir karlmenn á þrítugsaldri þurfa ekki að sæta gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa skipulagt hryðjuverk. Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í dag. Landsréttur setur spurningamerki við hvort ásetningur hafi verið fyrir hendi hjá mönnunum tveimur. 22. desember 2022 12:43