Fótbolti

Gakpo skrifar undir sex ára samning við Liverpool

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Cody Gakpo er á leið til Liverpool.
Cody Gakpo er á leið til Liverpool. Jose Breton/Pics Action/NurPhoto via Getty Images

Hollenski framherjinn Cody Gakpo er á leið til Liverpool frá PSV Eindhoven þegar félagsskiptaglugginn opnar í janúar. Hann mun skrifa undir sex ára samning við félagið.

Það er félagsskiptasérfærðingurinn sem greinir frá þessu á Twitter-síðu sinni, en fréttir bárust af því í gær að PSV og Liverpool hefðu komist að samkomulagi um kaupin á leikmanninum. Talið er að Liverpool greiði á bilinu 40 til 50 milljónir evra fyrr leikmanninn.

Þessi 23 ára gamli framherji hefur heillað knattspyrnuáhugafólk með frammistöðu sinni undanfarin tvö ár. Hann skoraði í öllum leikjum Hollands í riðlakeppninni á HM og í 41 leik í hollensku úrvalsdeildinni hefur hann skorað 21 mark og lagt upp önnur 25 fyrir liðsfélaga sína. 

Hann er þar með eini leikmaðurinn í tíu sterkustu deildum Evrópu til að bæði skora og leggja upp fleiri en 20 mörk í deildarkeppni frá því að seinasta tímabil hófst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×