Hallærislegt að kirkjan spili sig sem fórnarlamb Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 26. desember 2022 16:03 Inga Auðbjörg K. Straumland formaður Siðmenntar gagnrýnir jólaprédikun biskups harðlega. Aðsend Formaður Siðmenntar segir hallærislegt að kirkjan láti eins og hún sé fórnarlamb. Kirkjan sé í mikilli forréttindastöðu og fái ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Hún gagnrýnir jólaprédikun biskups, sem sagði óvinsælt að nefna Guð kristinna manna í almennri umræðu. Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni í gær að þöggun ríkti um Guð. Ekki væri vinsælt að nefna hann á nafn í opinberri umræðu. Hún gerði heimsóknir skólabarna í kirkjur á jólunum meðal annars að umtalsefni. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar vakti athygli á orðum biskups í færslu á Twitter. Hún sagði óviðeigandi að biskup spilaði sig sem fórnarlamb, gulli skrýdd á háum launum. Í samtali við fréttastofu segir Inga Auðbjörg að henni þyki þetta hallærislegt. Það er svo óviðeigandi að standa þarna, gulli skrýdd, á háum launum í boði þjóðarinnar, þar sem þú færð borgað fyrir að stunda trúboð á þinni trú, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb. Það eina sem er að gerast er að fólk er farið að setja spurningarmerki við forréttindi þín. https://t.co/lpcn6QQeXI pic.twitter.com/qKD3dlqULs— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) December 25, 2022 „Náttúrulega bara rangt“ „Þau eru í mikilli forréttindastöðu og fá alveg ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Og þannig geta þau haldið ákveðinni einokunarstöðu á alls konar þjónustuþáttum. Þannig að mér finnst ekki í lagi að hún spili sig sem eitthvað fórnarlamb, það er náttúrulega bara rangt að það sé verið að þagga niður Guð kristinna manna, það er engin þöggun í gangi varðandi hann.“ Hún segir að Þjóðkirkjan fái 80 klukkutíma trúboð í Ríkisútvarpinu, eitthvað sem önnur lífsskoðunarfélög - kristin eða veraldleg - fái ekki. Þöggunin sé nákvæmlega ekki nein. „Það er bara viðspyrna í gangi. Ég held að það sé mjög greinilegt að kirkjan haldi að hún sé að ná einhverjum botni og geti spyrnt svona í botninn. Þau eru komin undir 60 prósent í fyrsta skipti. Ég held að kirkjan finni það að hún sé ekki lengur eins „relevant“ í íslensku samfélagi og ætlar að reyna að spyrna í botninn. En í staðinn fyrir að gera það með því að reyna að vera relevant þá gerir hún það með því að væla yfir hlutskipti sínu,“ segir Inga Auðbjörg. Trúmál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands sagði í jólaprédikun sinni í gær að þöggun ríkti um Guð. Ekki væri vinsælt að nefna hann á nafn í opinberri umræðu. Hún gerði heimsóknir skólabarna í kirkjur á jólunum meðal annars að umtalsefni. Inga Auðbjörg Straumland formaður Siðmenntar vakti athygli á orðum biskups í færslu á Twitter. Hún sagði óviðeigandi að biskup spilaði sig sem fórnarlamb, gulli skrýdd á háum launum. Í samtali við fréttastofu segir Inga Auðbjörg að henni þyki þetta hallærislegt. Það er svo óviðeigandi að standa þarna, gulli skrýdd, á háum launum í boði þjóðarinnar, þar sem þú færð borgað fyrir að stunda trúboð á þinni trú, og spila sig sem eitthvað fórnarlamb. Það eina sem er að gerast er að fólk er farið að setja spurningarmerki við forréttindi þín. https://t.co/lpcn6QQeXI pic.twitter.com/qKD3dlqULs— Inga Auðbjörg K. Straumland (@ingaausa) December 25, 2022 „Náttúrulega bara rangt“ „Þau eru í mikilli forréttindastöðu og fá alveg ótæpilega mikla fjármuni frá ríkinu. Og þannig geta þau haldið ákveðinni einokunarstöðu á alls konar þjónustuþáttum. Þannig að mér finnst ekki í lagi að hún spili sig sem eitthvað fórnarlamb, það er náttúrulega bara rangt að það sé verið að þagga niður Guð kristinna manna, það er engin þöggun í gangi varðandi hann.“ Hún segir að Þjóðkirkjan fái 80 klukkutíma trúboð í Ríkisútvarpinu, eitthvað sem önnur lífsskoðunarfélög - kristin eða veraldleg - fái ekki. Þöggunin sé nákvæmlega ekki nein. „Það er bara viðspyrna í gangi. Ég held að það sé mjög greinilegt að kirkjan haldi að hún sé að ná einhverjum botni og geti spyrnt svona í botninn. Þau eru komin undir 60 prósent í fyrsta skipti. Ég held að kirkjan finni það að hún sé ekki lengur eins „relevant“ í íslensku samfélagi og ætlar að reyna að spyrna í botninn. En í staðinn fyrir að gera það með því að reyna að vera relevant þá gerir hún það með því að væla yfir hlutskipti sínu,“ segir Inga Auðbjörg.
Trúmál Þjóðkirkjan Jól Tengdar fréttir Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26 Mest lesið Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Fleiri fréttir 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Sjá meira
Biskup fjallaði um ofbeldi meðal barna Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands fór um víðan völl í jóladagspredikun sinni frá Grafavogskirkju í morgun. Hún fór yfir mikilvægi tungumálsins, hörmungarnar í Úkraínu og ofbeldi meðal barna á árinu. 25. desember 2022 11:26