Innlent

Land­helgis­gæslan sækir slasaðan ferða­mann

Árni Sæberg skrifar
Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið í Skaftafell í dag.
Þyrlu Landhelgisgæslunnar var flogið í Skaftafell í dag. Vísir/Vilhelm

Á þriðja tímanum í dag var óskað eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar eftir að ferðamaður slasaðist á fæti við Svartafoss í Skaftafelli.

Í frétt Ríkisútvarpsins um málið segir að ekki hafi verið unnt að komast landleiðina að manninum og því hafi verið ákveðið að kalla þyrlusveitina til.

Maðurinn verður fluttur á Landspítalann en ekkert liggur fyrir um líðan hans að svo stöddu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×