Íbúar í Höfnum innilokaðir í fleiri sólarhringa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 24. desember 2022 14:47 Haraldur segir ástandið hafa verið algjörlega fordæmalaust. Landsbjörg Íbúar í Höfnum voru innilokaðir í rúma fjóra sólarhringa þegar óveðrið geisaði á Suðurnesjum, og víðar á landinu, í vikunni sem er að líða. Björgunarsveitir komust hvorki lönd né strönd en að lokum tókst að koma birgðum til íbúa með snjóbíl. Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur. Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira
Haraldur Haraldsson, formaður Björgunarsveitarinnar Suðurness, segir í samtali við fréttastofu að íbúar hafi verið að vonum glaðir þegar björgunarsveitum tókst loks að koma birgðum áleiðis. Engin búð er á svæðinu og lyf og aðrar nauðsynjavörur voru af skornum skammti. Algjörlega fordæmalaust „Það var algjörlega ófært. Stærstu björgunarsveitarbílarnir komust ekki þarna. Þetta var eins ófært og það verður. Þarna vorum við búnir að vera að reyna með okkar öflugustu jeppa, það gekk ekki neitt. Og þarna þurftum við að fá snjóbíl frá Reykjavík til að aðstoða okkur að koma vistum og fleiru þarna yfir. Maður hefur alveg heyrt að gatan hafi verið lokuð í þrjá eða fjóra tíma en aldrei á fimmta sólarhring. Ég vil meina að þetta hafi verið algjörlega fordæmalaust. Eitthvað sem við eigum bara alls ekki að venjast hér á Suðurnesjum.“ Stórir björgunarsveitarjeppar dugðu ekki neitt í fannferginu og Björgunarsveitin Suðurnes fékk snjóbíl að láni. Myndin er úr safni.Vísir/Vilhelm Haraldur segir brýnt að gera ráðstafanir eins og hægt er - og hugsa fram í tímann. „Ég hugsa að við á Suðurnesjum verðum bara að fara að hugsa öðruvísi þegar það er von á svona mikilli snjókomu og roki. Það er ekkert rosalega auðvelt í svona færð fyrir alla að reima á sig góða skó og fara út í búð. Eldri borgarar eða þeir sem eiga erfitt með gang gera þetta ekki svo glatt. Þannig að það þurfa bara allir að horfa svona á sitt heimili og rýna: Hvað þarf ég ef ég lokast inni?“ Alveg ótrúlegt Haraldur segir að kollegar í björgunarsveitum hafi unnið mikið þrekvirki en um 2.200 útköll voru skráð á björgunarsveitina á fjórum dögum. Björgunarsveitir aðstoðuðu sjúkrabíla, fluttu fólk til læknis og fóru í líffæra- og fæðingarflutninga. Hann segir að veðurspáin líti blessunarlega sæmilega út næstu daga. Björgunarsveitarmenn séu þó alltaf á vaktinni og mæti tvíefldir til leiks í næsta óveðri. „Það sem að við gerðum á þessum tíma það var alveg ótrúlegt. Nú erum við bara að rýna í það sem við hefðum getað gert betur og hvað við höfðum getað gert öðruvísi; hvað okkur vantar af búnaði, þurfum við að kaupa eitthvað eða breyta okkar búnaði. Það er bara fulla ferð áfram, ekkert annað. Núna er okkar stærsta fjáröflun að fara í gang og þá bara tökum við þau verkefni,“ segir Haraldur.
Björgunarsveitir Veður Reykjanesbær Vogar Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Heldur fullum launum Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Erlent Fleiri fréttir Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Sjá meira