Erlent

Níu látnir í Banda­ríkjunum vegna veðurs

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Myndin sýnir storm í Idaho-ríki í Bandaríkjunum. Hiti hefur farið 30 gráður undir frostmark í ríkinu.
Myndin sýnir storm í Idaho-ríki í Bandaríkjunum. Hiti hefur farið 30 gráður undir frostmark í ríkinu. AP/Rohlman

Níu hafa látist í Bandaríkjunum í óveðrinu sem geisar. Látnu létust öll í bílslysum vegna hálku og slæmra akstursskilyrða. Milljónir Bandaríkjamanna eru strandaglópar og þúsundum flugferða hefur verið aflýst vegna veðurs.

Fjögur létust í fimmtíu bíla árekstri í Ohio, þrjú í bílslysi vegna hálku í Kentucky. Einn lést í Kansas þegar bifreið hans hafnaði utan vegar og annar í Missouri þegar hann missti stjórn á bifreið sinni. Yfirvöld segja að öll bílslysin megi rekja til slæmra akstursskilyrða. Gripið hefur verið til akstursbanns í fjölmörgum ríkjum landsins, meðal annars í New York.

Meira en fimm þúsund flugferðum hefur verið aflýst síðan í gær. Flest í Seattle, Chicago O‘Hare, á LaGuardia flugvellinum í New York og í Denver. Fjölmargir, sem ætluðu að heimsækja fjölskyldur sínar yfir hátíðarnar, sitja fastir á flugvöllum í landinu.

Tæplega ein og hálf milljón er án rafmagns og 200 milljónir búa á svæðum þar sem veðurskilyrði gætu reynst lífshættuleg, ýmist vegna storms og eða fimbulkulda. Frost hefur farið niður í 48 gráður. CNN greinir frá.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×