Einstakt kuldakast ógn við líf manna í Bandaríkjunum og Kanada Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 23. desember 2022 07:03 Búast má við dauðsföllum vegna kuldans. AP/Jeff Roberson Mikið kuldakast gengur nú yfir Bandaríkin og Kanada og vara sérfræðingar fólk við því að kal geti myndast á húð á aðeins nokkrum mínútum. Veðurviðvaranir um helgina ná til 135 milljóna manna á sama tíma og gríðarlega margir eru á faraldsfæti. Varað er við veðrinu þvert yfir Bandaríkin og jafnvel niður að landamærum Mexíkó og í sólskinsríkinu Flórída. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í New York, Kentucky, Norður-Karólíunu, Vestur-Virginíu, Georgíu og Oklahoma. Þúsundum flugferða hefur þegar verið aflýst eftir því sem bætir í storminn og víða er því spáð að um jólin verði allt á kafi í snjó. Sumstaðar er búist við því að frostið fari í 50 gráður á celsíus. Slíkar tölur gætu líka sést á mannmörgum stöðum eins og í borginni De Moines í Iowa. The ongoing major winter storm will continue to produce areas of heavy snow, strong winds, and life-threatening wind chills through Saturday. If traveling for the holiday, please use extreme caution and pay attention to the latest forecasts and updates. pic.twitter.com/WqMskJosNf— NWS Weather Prediction Center (@NWSWPC) December 22, 2022 Joe Biden forseti varaði landsmenn við því sem koma skal í ræðu í gærkvöldi, þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima og hætta sér ekki út í óveðrið. „Þetta er ekki snjódagur, eins og þegar við vorum börn. Þetta er alvarlegt ástand,“ sagði forsetinn. Þá óttast yfirvöld líka tjón af völdum veðursins, þar sem ískrapi getur myndað stíflur og framkallað flóð í ám og lækjum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir um að ræða einstakan veðurviðburð og gerir ráð fyrir að yfir 100 kuldamet gætu fallið. Kuldinn muni ógna lífi og heilsu íbúa á austurströndinni. Veður Bandaríkin Kanada Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira
Varað er við veðrinu þvert yfir Bandaríkin og jafnvel niður að landamærum Mexíkó og í sólskinsríkinu Flórída. Búið er að lýsa yfir neyðarástandi í New York, Kentucky, Norður-Karólíunu, Vestur-Virginíu, Georgíu og Oklahoma. Þúsundum flugferða hefur þegar verið aflýst eftir því sem bætir í storminn og víða er því spáð að um jólin verði allt á kafi í snjó. Sumstaðar er búist við því að frostið fari í 50 gráður á celsíus. Slíkar tölur gætu líka sést á mannmörgum stöðum eins og í borginni De Moines í Iowa. The ongoing major winter storm will continue to produce areas of heavy snow, strong winds, and life-threatening wind chills through Saturday. If traveling for the holiday, please use extreme caution and pay attention to the latest forecasts and updates. pic.twitter.com/WqMskJosNf— NWS Weather Prediction Center (@NWSWPC) December 22, 2022 Joe Biden forseti varaði landsmenn við því sem koma skal í ræðu í gærkvöldi, þar sem hann hvatti fólk til að halda sig heima og hætta sér ekki út í óveðrið. „Þetta er ekki snjódagur, eins og þegar við vorum börn. Þetta er alvarlegt ástand,“ sagði forsetinn. Þá óttast yfirvöld líka tjón af völdum veðursins, þar sem ískrapi getur myndað stíflur og framkallað flóð í ám og lækjum. Veðurstofa Bandaríkjanna segir um að ræða einstakan veðurviðburð og gerir ráð fyrir að yfir 100 kuldamet gætu fallið. Kuldinn muni ógna lífi og heilsu íbúa á austurströndinni.
Veður Bandaríkin Kanada Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Sjá meira