Innlent

Gæslu­varð­halds­úr­­skurðurinn fram­­lengdur fram yfir ára­mót

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Rannsókn á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega. Á annan tug voru í gæsluvarðhaldi þegar mest lét en einn situr eftir.
Rannsókn á árásinni á Bankastræti Club þann 18. nóvember síðastliðinn miðar þokkalega. Á annan tug voru í gæsluvarðhaldi þegar mest lét en einn situr eftir. Vísir/Vilhelm

Einn situr enn í gæsluvarðhaldi vegna hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club. Úrskurðurinn var í dag framlengdur til 17. janúar næstkomandi.

Þetta staðfestir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í samtali við fréttastofu.

Sá sem situr nú í gæsluvarðhaldi er nítján ára gamall karlmaður. Gæsluvarðhaldsúrskurðurinn er byggður á lagaákvæði sakamálalaga með vísan til almannahagsmuna.

Ómar R. Valdimarsson, lögmaður mannsins, gagnrýndi ákæruvaldið harðlega í vikunni og sagði með ólíkindum að nítján ára barni væri haldið í gæsluvarðhaldi án þess að afhent væru gögn sem tengja áttu drenginn við málið.

Ómar segir nú í samtali við fréttastofu að ákæruvaldið hafi brugðist við. Búið væri að afhenda gögn eins og um var beðið.


Tengdar fréttir

Vikið úr starfi fyrir að dreifa mynd­skeiðum frá Banka­stræti Club

Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×