Telur forkastanlegt að halda drengnum í gæsluvarðhaldi Jakob Bjarnar skrifar 20. desember 2022 10:12 Málið vakti mikla athygli, skók samfélagið. Ómar R. Valdimarsson lögmaður segir skjólstæðing sinn, 19 ára að aldri, sitja einan eftir í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Lögmaðurinn gagnrýnir harðlega það að fá ekki umbeðin gögn í málinu. Ómar R. Valdimarsson lögmaður er verjandi 19 ára manns sem situr einn eftir í gæsluvarðhaldi vegna hnífaárásarinnar á skemmtistaðnum Bankastræti-club. Hann er ósáttur fyrir hönd skjólstæðings síns og telur hann grátt leikinn af lögreglu og ákæruvaldinu. Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.” Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Samfélagið var slegið þegar fréttir bárust af því að hópur grímuklæddra manna hafi ráðist inn á Bankastræti Club í síðasta mánuði, ráðist þar á tvo menn og stungið. Miklum sögum fóru af hefndaraðgerðum sem stæðu fyrir dyrum og varð hálfgert messufall í kjölfarið í skemmtanalífi miðborgarinnar. Viðbúnaður lögreglu var mikill. Lögreglan handtók fjórtán manns vegna málsins. Aðeins einn af þeim situr enn í gæsluvarðhaldi en að sögn Ómars, sem er afar ósáttur fyrir hönd síns skjólstæðings sem neitar aðild að málinu, en sakborningar í málinu voru upphaflega 30. Segir allt tal um játningu tilhæfulaust Ómar segir Héraðsdóm Reykjavíkur ekki svara kröfu um afhendingu gagna, lögreglan hafi ekki afhent snefil af gögnum en ætli engu að síður að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir hinum unga manni. „Það er með ólíkindum að 19 ára barn sé haldið í gæsluvarðhaldi án þess að ákæruvaldið hafi afhent svo mikið sem snefil af gögnum, sem tengja hann við málið,“ segir Ómar ósáttur. Hann er ómyrkur í máli í samtali við Vísi. Ómar telur skjólstæðing sinn grátt leikinn af lögreglu og dómstólum, en hann situr einn eftir í varðhaldi af þrjátíu sakborningum í málinu.gassi „Drengurinn hefur neitað sök en ákæruvaldið heldur því fram, þvert á neitan hans, að hann hafi játað. Þetta er svo tekið upp af dómstólum, sem er mjög óheppilegt. Nú stendur til að krefjast áframhaldandi gæsluvarðhalds yfir barninu, án þess að afhent hafa verið nokkur gögn. Hvernig á sakborningur að verjast kröfu, sem hann veit ekki á hverju er byggð?“ spyr lögmaðurinn. Neita að afhenda gögn Ómar spyr jafnframt hvernig dómstólar geti stimplað kröfur ákæruvaldsins, án þess að verjendur fá tækifæri til þess að skoða þær og gögnin sem þær eru grundvallaðar á, með gagnrýnum augum? „Hvernig geta dómstólar réttlætt það, að kröfu um afhendingu gagna — réttur sem er vel að merkja vel skilgreindur í lögum um meðferð sakamála — sé ekki svo mikið sem svarað fyrr en eftir dúk og disk?” Ómar bætir því við að þetta skjóti skökku við: „Síðan er hlaupið upp til handa og fóta í hvert skipti sem löggan bankar upp á og vill frelsissvipta borgarana, með mjög misgóðum rökum í það og það skiptið.”
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Næturlíf Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Erlent „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Innlent Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Erlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira