Með mál Söndru Sigrúnar á borðinu en geti ekki beitt sér sem stendur Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar 24. desember 2022 12:01 Óhætt er að segja að mál Söndru Sigrúnar hafi vakið mikla athygli. Yfirvöld hér á landi eru meðvituð um mál Söndru Sigrúnar Fenton. Dómsmálaráðuneytið getur hins vegar ekki beitt sér í máli hennar fyrr en lögð hefur verið inn umsókn til þar til bærra yfirvalda í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru Sigrúnar. Sandra hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíu. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Frétt Vísis um málið hefur vakið töluverða athygli og fengið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni í Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti Eftirmála kom fram að draumur fjölskyldunnar væri að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Myndi það ganga eftir sjá foreldrar hennar fyrir sér að flytja hingað til lands ásamt syni hennar. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Í þættinum sagðist Margrét hafa verið í tölvupóstsamskiptum við utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins og væri enn að bíða svara. Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón yfir flutningi dæmdra einstaklinga milli landa. Erfitt að veita skýr svör Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 21. mars 1983 ásamt viðauka við þann samning frá 18. desember frá 1997. Bandaríkin eru einnig aðili að þessum samning. Samningur þessi er notaður í dag við flutning fanga til og frá Íslandi til annarra landa en Norðurlandanna. Þó hafa Norðurlöndin stundum byggt flutning fanga á samningnum í þeim tilvikum er lög ná ekki yfir það tilvik sem til umfjöllunar er. Í samtali við Vísi staðfesti Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að ráðuneytinu hefði borist fyrirspurn varðandi málið og var því beint áfram til Borgaraþjónustunnar og Dómsmálaráðuneytisins. Þá staðfesti Fjalar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Dómsmálaráðuneytisins í samtali við Vísi að fyrirspurn varðandi framsal Söndru Sigrúnar hefði borist. Hins vegar væri erfitt að veita svör án þess að gefa fyrirheit eða ávæning að svo stöddu og því þyrfti að binda svör ráðuneytisins við beinar spurningar um almenna meðferð á málum sem snerta íslenska fanga sem afplána refsingar erlendis. „Fangar geta farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi á grundvelli Evrópusamningsins um flutning dæmdra manna, og er ekki skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að samningnum. Þegar beiðni berst um slíkan flutning er það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að afgreiða beiðnina,“ kemur fram í skriflegu svari Fjalars. Flókið kerfi Í samtali við Vísi segir Margrét að umsókn til dómsmálayfirvalda í Virginíuríki hafi ekki enn verið lögð fram fyrir hönd Söndru. Það sé næsta skref. Hins vegar standi það fjölskyldunni fyrir dyrum að kerfið úti er þungt í vöfum og lögfræðikostnaður himinhár. „Ég bara veit ekki hvert ég á að snúa mér. Við höfum bara ekki efni á að fá okkur lögfræðing aftur.“ Íslendingar erlendis Eftirmál Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Í nýjasta þætti hlaðvarpsins Eftirmál, í umsjá Nadine Guðrúnar Yaghi og Þórhildar Þorkelsdóttur, er rætt við Margréti Fenton, móður Söndru Sigrúnar. Sandra hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíu. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. Frétt Vísis um málið hefur vakið töluverða athygli og fengið sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum. Sandra hefur síðastliðin níu ár setið inni í Fluvanna Correctional Center, illræmdu öryggisfangelsi þar sem aðstæðurnar geta vart talist mannsæmandi. Í fyrrnefndum hlaðvarpsþætti Eftirmála kom fram að draumur fjölskyldunnar væri að fá Söndru framselda til Íslands svo hún geti afplánað restina af dómnum hér á landi. Myndi það ganga eftir sjá foreldrar hennar fyrir sér að flytja hingað til lands ásamt syni hennar. Margrét segir fjölskylduna ekki tilbúna að sætta sig að þetta verði örlög Söndru. Þau ætla að gera allt sem þau geta til að halda henni á lífi. Fyrir þremur árum réð fjölskyldan lögfræðing og vonuðust til að fá málið endurupptekið. Það gekk ekki eftir. Sandra á stóra fjölskyldu hér á landi. Fjölskyldan er mjög náin og hefur heimsótt hana í fangelsið úti. Í þættinum sagðist Margrét hafa verið í tölvupóstsamskiptum við utanríkisráðuneytið og dómsmálaráðuneytið vegna málsins og væri enn að bíða svara. Dómsmálaráðuneytið hefur umsjón yfir flutningi dæmdra einstaklinga milli landa. Erfitt að veita skýr svör Ísland er aðili að samningi Evrópuráðsins um flutning dæmdra manna frá 21. mars 1983 ásamt viðauka við þann samning frá 18. desember frá 1997. Bandaríkin eru einnig aðili að þessum samning. Samningur þessi er notaður í dag við flutning fanga til og frá Íslandi til annarra landa en Norðurlandanna. Þó hafa Norðurlöndin stundum byggt flutning fanga á samningnum í þeim tilvikum er lög ná ekki yfir það tilvik sem til umfjöllunar er. Í samtali við Vísi staðfesti Sveinn H. Guðmarsson upplýsingafulltrúi utanríkisráðuneytisins að ráðuneytinu hefði borist fyrirspurn varðandi málið og var því beint áfram til Borgaraþjónustunnar og Dómsmálaráðuneytisins. Þá staðfesti Fjalar Sigurðsson upplýsingafulltrúi Dómsmálaráðuneytisins í samtali við Vísi að fyrirspurn varðandi framsal Söndru Sigrúnar hefði borist. Hins vegar væri erfitt að veita svör án þess að gefa fyrirheit eða ávæning að svo stöddu og því þyrfti að binda svör ráðuneytisins við beinar spurningar um almenna meðferð á málum sem snerta íslenska fanga sem afplána refsingar erlendis. „Fangar geta farið fram á flutning til afplánunar á Íslandi á grundvelli Evrópusamningsins um flutning dæmdra manna, og er ekki skilyrði að viðkomandi ríki sé aðili að samningnum. Þegar beiðni berst um slíkan flutning er það í verkahring dómsmálaráðuneytisins að afgreiða beiðnina,“ kemur fram í skriflegu svari Fjalars. Flókið kerfi Í samtali við Vísi segir Margrét að umsókn til dómsmálayfirvalda í Virginíuríki hafi ekki enn verið lögð fram fyrir hönd Söndru. Það sé næsta skref. Hins vegar standi það fjölskyldunni fyrir dyrum að kerfið úti er þungt í vöfum og lögfræðikostnaður himinhár. „Ég bara veit ekki hvert ég á að snúa mér. Við höfum bara ekki efni á að fá okkur lögfræðing aftur.“
Íslendingar erlendis Eftirmál Fangelsismál Bandaríkin Mál Söndru Sigrúnar Fenton Tengdar fréttir Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07 Mest lesið Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Ólga vegna samskiptaleka: „Ég elska Hitler“ Erlent Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Innlent Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Rússneskur kafbátur í fylgd sænska hersins Erlent Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Sandra Sigrún afplánar 37 ára fangelsisdóm og fjölskylduna dreymir um framsal Sandra Sigrún Fenton hlaut árið 2013 fangelsisdóm upp á 37 ár vegna tveggja bankarána í Virginíuríki í Bandaríkjunum. Þetta er þyngsti fangelsisdómur sem Íslendingur hefur hlotið fyrr og síðar. Þar sem reynslulausn hefur verið afnumin í ríkinu mun Sandra ekki losna út fyrr en á sjötugsaldri. 19. desember 2022 14:07