Fótbolti

FH nær í miðvörð til Keflavíkur og hafði áður samið við markvörðinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dani Hatakka er ætlað að styrkja varnarleik FH-liðsins.
Dani Hatakka er ætlað að styrkja varnarleik FH-liðsins. Instagram/@fhingar

Keflvíkingar halda áfram að missa leikmenn til höfuðborgarsvæðisins en nú síðast sóttu FH-ingar miðvörðinn Dani Hatakka til Reykjanesbæjar.

Dani Hatakka gerði eins árs samning við Hafnarfjarðarliðið eða út keppnistímabilið 2023.

Miðvörðurinn spilaði i fyrra með Keflavík og hefur einnig á sínum ferli spilað með Brann i Noregi og SJK Seinäjoki og FC Honka í heimalandi sínu Finnlandi.

Hatakka skoraði 4 mörk í 26 leik í Bestu deildinni í fyrra.

Hatakka er enn einn leikmaðurinn sem Keflavík missir. Áður hafði Patrik Johannesen farið til Breiðabliks, Joey Gibbs farið til Stjörnunnar og markvörðurinn Sindri Kristinn Ólafsson samið við FH.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×