Kaldasti desember í hálfa öld gæti fylgt einum hlýjasta nóvember í sögunni Kjartan Kjartansson skrifar 23. desember 2022 10:50 Frost hefur verið í Reykjavík samfellt frá 7. desember og um liðna helgi tók snjó að kyngja niður. Vísir/Vilhelm Horfur eru á að desember gæti orðið sá kaldasti á landinu í tæp fimmtíu ár. Meðalhitinn á landinu í nóvember var sá hæsti frá upphafi mælinga. Um átta gráða sveifla gæti orðið á meðalhitanum í Reykjavík á milli nóvembers og desembers. Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar. Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Samfelldur frostakafli hefur verið frá því snemma í desember. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur hjá Bliku, segir að spár um áframhaldandi kulda á landinu séu eindregnar yfir jólin og fram að áramótum. Þannig gæti meðalhiti í Reykjavík síðustu níu daga ársins verið um -5 gráður en á Akureyri -7 til -8 gráður. Gangi þær spár eftir gæti meðalhitinn í Reykjavík í desember verið á bilinu -3 til -3,5 gráður. Aðeins einu sinni hefur meðalhitinn vetrarmánaðar farið niður fyrir -3 gráður á þessari öld, í febrúar 2002. Þá náði hann -3,3 gráðum. Á Akureyri gæti meðalhitinn endað í -4,5 til -5 gráðum. „Ef fram fer sem horfir gæti þessi yfirstandandi desember orðið sá kaldasti frá 1973,“ skrifar Einar í færslu á Facebook-síðu sinni og vísar til meðalhitans á landsvísu. Í samtali við Vísi segir Einar ekkert benda til þess að veðráttan sé við það að snúast í aðra átt „Það er alveg sama hvaða spár maður skoðar, það er bara miskalt,“ segir Einar. Helsta óvissan sé um frekari snjókomu og hversu mikil hún kann að verða. Einar segist að líklega muni víðast hvar bæta eitthvað í snjó. Veðurstofan spáir éljum norðan- og austanlands í dag og lítilsháttar snjókomu við suðurströndina seint í kvöld. Á aðfangadag gerir hún ráð fyrir snjókomu eða éljum víða. Einar Sveinbjörnsson, veðurfræðingur.Stöð 2 Óvenjulangvarandi frost Einar segir sérstakt hversu lengi frostið hafi varað. Gangi spár eftir muni verða komnar þrjár vikur án nokkurrar hláku. „Í seinni tíð vekur það athygli. Frosthörkur sem voru hérna í tengslum við hafískomur stóðu gjarnan lengi. Það hefur enginn hafís verið nærri landinu lengi eins og við vitum,“ segir hann. Þessi mikla hitasveifla frá nóvember leiði hugann að hversu vetrarveðráttan á Íslandi geti verið breytileg. Líklega sé hún tilviljun en mögulega séu tengsl á milli. Of snemmt sé að segja til um það. „Við fáum eiginlega aldrei einhverja heila vetur sem bera sama svipmót. Það eru alltaf ólíkir kaflar innan vetrarins og svo tölum við um kannski eitthvert einkenni sem við munum betur en annað, einhvern illviðrabálk, einhverja óvenjulega hláku eða eitthvað slíkt,“ segir Einar.
Veður Tengdar fréttir Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54 Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
Hlýjasti nóvember frá því mælingar hófust Nóvember var sá hlýjasti frá upphafi hitamælinga hér á landi. Meðalhitinn á landsvísu var þremur gráðum hlýrri en að meðallagi og sló naumlega gamla met nóvembermánaðar frá 1945. 2. desember 2022 15:54