Fótbolti

Birkir og félagar úr leik eftir óvænt tap

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni.
Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni. Getty Images

Birkir Bjarnason og félagar hans í Adana Demirspor eru úr leik í tyrknesku bikarkeppninni í fótbolta eftir óvænt tap gegn B-deildarliðinu Rizespor í framlengdum leik í kvöld. Lokatölur 3-4 eftir að staðan var 2-2 að venjulegum leiktíma loknum.

Birkir var á sínum stað í byrjunarliði Adana Demirspor í kvöld, en var tekinn af velli í hálfleik. Þá höfðu gestirnir þegar komist í 0-2 forystu og því ljóst að heimamenn þurftu að breyta til.

Heimamenn í Adana Demirspor jöfnuðu metin í síðari hálfleik með mörkum á 68. og 85. mínútu og því þurfti að grípa til framlengingar til að skera úr um sigurvegara.

Þar voru það gestirnir í B-deildarliði Rizespor sem reyndust sterkari og unnu að lokum sterkan sigur, 3-4. Rizespor er því á leið í 16-liða úrslit tyrknesku bikarkeppninnar, en Birkir og félagar sitja eftir með sárt ennið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×