Ísland niður um eitt sæti og heimsmeistararnir komust ekki á toppinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. desember 2022 10:15 Íslenska karlalandsliðið átti erfitt ár en endaði það á titli. Vísir/Hulda Margrét Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu endar árið 2022 í 63. sæti á styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. Sigurinn í Eystrasaltsbikarnum náði ekki að skila íslensku strákunum hærra sæti á listanum því liðið fellur úr 62. sæti niður í það 63. milli lista. Þetta er lægsta staða íslenska landsliðsins í árslok á FIFA-listanum í tíu ár eða síðan árið 2012 þegar liðið sat í 90. sæti í árslok. Athygli vekur að nýkrýndir heimsmeistarar Argentínu ná ekki að taka toppsæti listans af Brasilíu, sem datt út í átta liða úrslitum á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by FIFA World Cup (@fifaworldcup) Brasilíumenn halda efsta sæti listans en Argentínumenn far upp um eitt sæti. Belgar falla úr öðru sæti niður í það fjórða og missa því bæði Argentínu og Frakkland (3. sæti) upp fyrir sig. England er áfram í fimmta sæti. Danir þurfa að sætta sig að detta niður um átta sæti, fara út af topp tíu og sitja nú í 18. sæti. Króatar komast inn á topp tíu í staðinn með því að fara upp um fimm sæti og alla leið í sjöunda sætið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart en spútniklið Marokkó hækkar sig mikið á listanum en liðið fór alla leið í undanúrslitin á HM. Marokkó fer upp um ellefu sæti og upp í ellefta sæti. Marokkóbúar hafa farið alls upp um sautján sæti frá því á sama tíma fyrir ári síðan. Gambía hækkar sig mest á árinu eða alls um 24 sæti en líkt og Marokkó þar fóru Kosta Ríka og Kamerún líka upp um sautján sæti á þessu eina ári. Ástralar taka líka mikið stökk á listanum en þeir sitja nú í 27. sæti eftir ellefu sæta stökk. Kamerún fór upp um tíu sæti og upp í 33. sæti síðan á listanum í október. FIFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira
Sigurinn í Eystrasaltsbikarnum náði ekki að skila íslensku strákunum hærra sæti á listanum því liðið fellur úr 62. sæti niður í það 63. milli lista. Þetta er lægsta staða íslenska landsliðsins í árslok á FIFA-listanum í tíu ár eða síðan árið 2012 þegar liðið sat í 90. sæti í árslok. Athygli vekur að nýkrýndir heimsmeistarar Argentínu ná ekki að taka toppsæti listans af Brasilíu, sem datt út í átta liða úrslitum á HM í Katar. View this post on Instagram A post shared by FIFA World Cup (@fifaworldcup) Brasilíumenn halda efsta sæti listans en Argentínumenn far upp um eitt sæti. Belgar falla úr öðru sæti niður í það fjórða og missa því bæði Argentínu og Frakkland (3. sæti) upp fyrir sig. England er áfram í fimmta sæti. Danir þurfa að sætta sig að detta niður um átta sæti, fara út af topp tíu og sitja nú í 18. sæti. Króatar komast inn á topp tíu í staðinn með því að fara upp um fimm sæti og alla leið í sjöunda sætið. Það þarf ekki að koma mikið á óvart en spútniklið Marokkó hækkar sig mikið á listanum en liðið fór alla leið í undanúrslitin á HM. Marokkó fer upp um ellefu sæti og upp í ellefta sæti. Marokkóbúar hafa farið alls upp um sautján sæti frá því á sama tíma fyrir ári síðan. Gambía hækkar sig mest á árinu eða alls um 24 sæti en líkt og Marokkó þar fóru Kosta Ríka og Kamerún líka upp um sautján sæti á þessu eina ári. Ástralar taka líka mikið stökk á listanum en þeir sitja nú í 27. sæti eftir ellefu sæta stökk. Kamerún fór upp um tíu sæti og upp í 33. sæti síðan á listanum í október.
FIFA Landslið karla í fótbolta Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Tottenham bjargaði stigi í Noregi „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Aftur tapar Liverpool Sjálfsmark kostaði Mourinho stigið Arnar Þór látinn fara frá Gent Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Mbappé fór mikinn í Kasakstan Mourinho knúsaði gamla vinnufélaga en er rauður í kvöld Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Refsað fyrir rasisma mikils fjölda áhorfenda Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Opinberað að Beard tók eigið líf Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Enskir skoruðu mörkin í Bítlaborginni Mikael Ellert og félagar í vondum málum Mikael, Kolbeinn og Stefán Ingi á skotskónum Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Sjá meira