Félagsmenn VR samþykktu kjarasamninga við SA og FA Fanndís Birna Logadóttir skrifar 21. desember 2022 14:56 Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Rafiðnaðarsambandsins og forseti ASÍ og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, skrifuðu undir kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins í síðustu viku. Vísir/Vilhelm Félagsmenn VR hafa samþykkt kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins og Félag atvinnurekenda en atkvæðagreiðslu lauk á hádegi í dag og voru niðurstöðurnar kynntar rétt í þessu. Báðir samningar voru samþykktir með yfir 80 prósent atkvæða. Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með ríflega 7.800 atkvæðum, 81,91 prósent, en rúmlega fimmtán hundruð greiddu atkvæði gegn samningum. Alls greiddu 9.523 atkvæði og var kjörsókn því 24,37 prósent. Hvað samning VR við FA varðar var samningurinn samþykktur með 85,17 prósent atkvæða en 247 greiddu atkvæði með samningnum og 38 sögðu nei. Alls greiddu 290 atkvæði og kjörsókn því 30,88 prósent. Félagsmenn VR eru alls ríflega 39 þúsund talsins. VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann tólfta desember og síðar sama dag skrifuðu VR og LÍV undir samninga við Félag atvinnurekenda. Kjarasamningarnir, sem eru í meginatriðum samhljóða, eru til fimmtán mánaða eða frá fyrsta nóvember 2022 til 31. janúar 2023. Þeir fela í sér 6,75 prósent almenna launahækkun, að hámarki 66 þúsund krónur á mánuði. Í viðtali eftir að samningarnir voru undirritaðir sagðist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ekki geta mælt með þeim né á móti. Aðstæður til samninga hafa verið erfiðar og lengra hafi ekki verið komist í viðræðunum. „Ég mun ekki mæla gegn þeim og ég mun heldur ekkert mæla sérstaklega með þeim. Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Ellefu prósenta hækkun að meðaltali Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku fá félagsmenn VR á taxta að meðaltali ellefu prósenta hækkun á launum sínum frá því sem var í apríl, samkvæmt nýjustu kjarasamningunum. Mesta hækkunin er hjá þeim starfsmönnum sem hafa unnið lengur en fimm ár hjá fyrirtæki sínu, allt að þrettán prósent, en lægsta hækkunin er í byrjunarlaunum hjá afgreiðslufólki og sérþjálfuðu afgreiðslufólki í verslunum, um 9,7 prósent. Desemberuppbótin hækkar úr 98 þúsund krónur í 103 þúsund krónur og orlofsuppbót úr 53 þúsund krónum í 56 þúsund krónur. Þá er hagvaxtarauka, sem hefði átt að koma til greiðslu fyrsta maí 2023, flýtt og hann greiddur út strax. Starfsgreinasambandið komið með samninga Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var þriðja desember, lauk á mánudag en yfirgnæfandi meirihluti hjá sautján af nítján félögum samþykktu samninginn. Hjá fimmtán félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Alls greiddu tæplega 86 prósent atkvæði með samningnum en að aðeins tæp sautján prósent af þeim tæplega 24 þúsund sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Um 72 þúsund félagsmenn eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er alveg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, eftir að samningarnir voru samþykktir. Efling stendur eftir Þriðja stærsta félagið á eftir Starfsgreinasambandinu og VR er Efling en samkvæmt félagatali ársin 2021 var meðalfjöldi félagsmanna 26 þúsund talsins. Samninganefnd Eflingar fundaði í fyrsta sinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í síðustu viku og fer annar fundur fram á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði eftir fundinn í síðustu viku að hennar fólk væri til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Var hún fullviss um að þau myndu ná fram meiru en í öðrum samningum en taldi ekki miklar líkur á að samningar myndu nást fyrir jól. „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við Starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ sagði Sólveig. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. 19. desember 2022 13:18 Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 SSF vísar til ríkissáttasemjara og vill prósentuhækkanir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa vísað viðræðum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 15. desember 2022 06:53 „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Kjarasamningur VR við SA var samþykktur með ríflega 7.800 atkvæðum, 81,91 prósent, en rúmlega fimmtán hundruð greiddu atkvæði gegn samningum. Alls greiddu 9.523 atkvæði og var kjörsókn því 24,37 prósent. Hvað samning VR við FA varðar var samningurinn samþykktur með 85,17 prósent atkvæða en 247 greiddu atkvæði með samningnum og 38 sögðu nei. Alls greiddu 290 atkvæði og kjörsókn því 30,88 prósent. Félagsmenn VR eru alls ríflega 39 þúsund talsins. VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna skrifuðu undir kjarasamning við Samtök atvinnulífsins þann tólfta desember og síðar sama dag skrifuðu VR og LÍV undir samninga við Félag atvinnurekenda. Kjarasamningarnir, sem eru í meginatriðum samhljóða, eru til fimmtán mánaða eða frá fyrsta nóvember 2022 til 31. janúar 2023. Þeir fela í sér 6,75 prósent almenna launahækkun, að hámarki 66 þúsund krónur á mánuði. Í viðtali eftir að samningarnir voru undirritaðir sagðist Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, ekki geta mælt með þeim né á móti. Aðstæður til samninga hafa verið erfiðar og lengra hafi ekki verið komist í viðræðunum. „Ég mun ekki mæla gegn þeim og ég mun heldur ekkert mæla sérstaklega með þeim. Ég held að fólk sé bara það upplýst að það geti tekið ákvörðun um það sjálft en ég held að fólk trúi því að við reyndum það sem við gátum. Við augljóslega vildum fá meira í gegn en þetta var niðurstaðan.“ Ellefu prósenta hækkun að meðaltali Líkt og Vísir greindi frá í síðustu viku fá félagsmenn VR á taxta að meðaltali ellefu prósenta hækkun á launum sínum frá því sem var í apríl, samkvæmt nýjustu kjarasamningunum. Mesta hækkunin er hjá þeim starfsmönnum sem hafa unnið lengur en fimm ár hjá fyrirtæki sínu, allt að þrettán prósent, en lægsta hækkunin er í byrjunarlaunum hjá afgreiðslufólki og sérþjálfuðu afgreiðslufólki í verslunum, um 9,7 prósent. Desemberuppbótin hækkar úr 98 þúsund krónur í 103 þúsund krónur og orlofsuppbót úr 53 þúsund krónum í 56 þúsund krónur. Þá er hagvaxtarauka, sem hefði átt að koma til greiðslu fyrsta maí 2023, flýtt og hann greiddur út strax. Starfsgreinasambandið komið með samninga Atkvæðagreiðslu um kjarasamninga Starfsgreinasambandsins við Samtök atvinnulífsins, sem undirritaður var þriðja desember, lauk á mánudag en yfirgnæfandi meirihluti hjá sautján af nítján félögum samþykktu samninginn. Hjá fimmtán félögum var samningurinn samþykktur með yfir áttatíu prósent atkvæða. Alls greiddu tæplega 86 prósent atkvæði með samningnum en að aðeins tæp sautján prósent af þeim tæplega 24 þúsund sem voru á kjörskrá greiddu atkvæði. Um 72 þúsund félagsmenn eru í aðildarfélögum Starfsgreinasambandsins. „Þessi niðurstaða í ljósi alls þessa er alveg ótrúleg í mínum huga og staðfestir það sem við vorum algjörlega sannfærð um. Þetta er ótrúlega góður kjarasamningur,“ sagði Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS og Verkalýðsfélags Akraness, eftir að samningarnir voru samþykktir. Efling stendur eftir Þriðja stærsta félagið á eftir Starfsgreinasambandinu og VR er Efling en samkvæmt félagatali ársin 2021 var meðalfjöldi félagsmanna 26 þúsund talsins. Samninganefnd Eflingar fundaði í fyrsta sinn með Samtökum atvinnulífsins undir stjórn ríkissáttasemjara í síðustu viku og fer annar fundur fram á morgun. Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar sagði eftir fundinn í síðustu viku að hennar fólk væri til í aðgerðir náist ekki samningar um kröfur félagsins. Var hún fullviss um að þau myndu ná fram meiru en í öðrum samningum en taldi ekki miklar líkur á að samningar myndu nást fyrir jól. „Ekki nema einhver stórkostlegur árangur náist þá. Samtök atvinnulífsins fallist á röksemdarfærslu okkar um að okkur hentar ekki samningurinn sem gerður hefur verið við Starfsgreinasambandið. Við þurfum að fá betri samning, við þurfum meiri hækkanir,“ sagði Sólveig.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Vinnumarkaður Stéttarfélög Tengdar fréttir Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. 19. desember 2022 13:18 Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36 SSF vísar til ríkissáttasemjara og vill prósentuhækkanir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa vísað viðræðum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 15. desember 2022 06:53 „Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23 „Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47 Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Fleiri fréttir Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Sjá meira
Níu af tíu samþykktu SGS-samninginn á Akranesi Félagsmenn í Verkalýðsfélagi Akraness samþykktu með yfirgnæfandi meirihluti kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til fimmtán mánaða. Formaður félagsins og Starfsgreinasambandsins á von á að samningurinn verði samþykktur. 19. desember 2022 13:18
Minntu á mikilvægi sitt við upphaf fyrsta fundar í Karphúsinu Samninganefnd Eflingar er mætt til fundar við fulltrúa Samtaka atvinnulífsins í Karphúsinu. Félagsmenn mættu með spjöld til að minna á mikilvægi sitt í samfélaginu. 16. desember 2022 13:36
SSF vísar til ríkissáttasemjara og vill prósentuhækkanir Samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja hafa vísað viðræðum um nýjan kjarasamning við Samtök atvinnulífsins til ríkissáttasemjara. 15. desember 2022 06:53
„Ég reikna ekki með því að samningurinn verði felldur“ Formaður VR segist hvorki geta mælt með né á móti nýgerðum kjarasamningum en telur þó að þeir verði samþykktir af félagsmönnum. Verkalýðshreyfingin þurfi nú að líta inn á við og þétta raðirnar svo hægt sé að ná fram raunverulegum breytingum. 13. desember 2022 19:23
„Ég tel að menn hafi þarna samið af sér“ Formaður Eflingar segir nýundirritaða kjarasamninga á almennum vinnumarkaði fela í sér kaupmáttarrýrnun fyrir vinnandi fólk. Menn hafi samið af sér við gerð kjarasamninganna og hún harmi það. 13. desember 2022 10:47
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?