Um fjórar milljónir manna voru á götunum í Buenos Aires þegar argentínska landsliðið keyrði um göturnar í opinni rútu með það markmið að komast að Obelisco minnismerkinu.
Lionel #Messi and team were evacuated in helicopters after fans jumped from bridges to get on the bus during the #FifaWorldCup winners' parade in Buenos Aires#Argentinafans #FIFAWorldCupFinal https://t.co/s54PeOSdmb pic.twitter.com/IgjU5z47Q8
— News18 (@CNNnews18) December 21, 2022
Forráðamenn argentínska knattspyrnusambandsins ætluðu að gefa sér átta klukkutíma til að komast alla leið sem var um þrjátíu kílómetra. Eftir fimm klukkutíma voru þeir langt á eftir áætlun og komust lítið sem ekkert áfram fyrir fólksfjöldanum sem hópaðist að rútunni.
Á endanum gripu menn til þess ráðs að fljúga með leikmennina í burtu í þyrlu því ekki voru þeir að fara neitt með rútunni. Áhuginn og ákafinn í sumum var líka orðinn það mikill að menn fóru að óttast um öryggi leikmanna og annarra þegar rútan komst lítið sem ekkert áfram.
Æstir aðdáendur voru farnir að stökkva ofan á rútuna þegar hún keyrði undir brýr og því var ekkert annað í stöðunni en að koma hetjunum í skjól.
Millions took to the streets of Buenos Aires to celebrate Argentina s World Cup title, disrupting a planned parade route and forcing Messi and his teammates to abandon an open-top bus for helicopters https://t.co/j4Vm1qK8kJ via @quicktake pic.twitter.com/pOPqTi2so2
— Bloomberg (@business) December 21, 2022
Það voru örugglega margir svekktir yfir því að fá ekki að sjá hetjurnar sínar með berum augun ekki síst þeir sem höfðu gist á torginu með Obelisco súlunni frægu.
Hér fyrir neðan má sjá brot frá þessum ótrúlega degi og af þessum ótrúlega fjölda fólks á götunum.