Flugsamgöngur að komast í samt horf Gunnar Reynir Valþórsson skrifar 21. desember 2022 06:35 Ferðalangar sem setið hafa fastir á Íslandi munu vonandi komast til síns heima á næstu dögum. Vísir/Fanndís Flugsamgöngur til og frá landinu virðast vera að komast í samt lag á ný eftir óveður síðustu daga. Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar. Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira
Samkvæmt vef Isavia hefur þó einhver röskun orðið á Ameríkuflugi Icelandair í nótt, frá Orlando, Denver og Portland auk þess sem flugi Play frá Madríd var aflýst og ferð Wizz Air frá Varsjá einnig. Aðrar vélar virðast á áætlun þótt nokkuð sé um seinkanir. Sömu sögu er að segja af brottfararhliðinni; ekkert er um aflýsingar á flugi en nokkuð um seinkanir. Í tilkynningu frá Icelandair frá því seint í gærkvöldi segir að vel hafi gengið að koma flugi út seinnipartinn í gær og í gærkvöldi en alls fóru sautján vélar frá félaginu af landi brott síðari hluta dags. Þó kom upp tæknibilun í einni vél sem var á leið til Denver og þurfti að snúa vélinni við og lenda á ný í Keflavík. Þá segir að allt kapp sé lagt á að koma fólki á áfangastað nú þegar aðstæður hafa batnað. Félagið hefur meðal annars gengið frá leigu á tveimur breiðþotum með áhöfnum sem verða nýttar í leiðakerfi Icelandair næstu daga. Athygli er vakin á því að skert þjónustustig er um borð í leiguvélunum þar sem um skammtímaleigu er að ræða. Svipaða sögu er síðan að segja af flugfélaginu Play sem hefur brugðið á það ráð að sækja nýja farþegaþotu félagsins strax, en til stóð að taka hana í notkun í vor. Play verður þannig með sjö eigin þotur til reiðu á morgun auk þess sem vélar verða leigðar til þess að allir farþegar félagsins komist á sinn áfangastað fyrir jólin, „svo lengi sem Keflavíkurflugvöllur og Reykjanesbrautin eru opin“, eins og segir í tilkynningu. Útlit fyrir innanlandsflugið sem einnig hefur raskast síðustu dagar er líka gott í dag og hefur Icelandair því bætt fjölmörgum ferðum við til Egilsstaða, Akureyrar og Ísafjarðar.
Veður Fréttir af flugi Samgöngur Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Innlent Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Innlent Fleiri fréttir Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Sjá meira