Fótbolti

Gefur allan HM-bónusinn til góðgerðarmála

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hakim Ziyech er ein skærasta stjarna marokkóska liðsins.
Hakim Ziyech er ein skærasta stjarna marokkóska liðsins. getty/ANP

Hakim Ziyech hefur ákveðið að láta gott af sér leiða og leyfa fleirum að njóta ávaxtarins af sögulegum árangri Marokkó á HM í Katar.

Marokkómenn enduðu í 4. sæti á heimsmeistaramótinu sem lauk um helgina. Það er besti árangur liðs frá Afríku á HM frá upphafi. 

Marokkó vann sinn riðil þar sem þeir voru með Króatíu, Belgíu og Kanada og slógu svo Spán og Portúgal út í sextán og átta liða úrslitunum. Í undanúrslitunum töpuðu Marokkóar fyrir Frökkum og svo fyrir Króötum í bronsleiknum.

Fyrir þennan sögulega árangur fengu Marokkóar 277.000 Bandaríkjadala í bónus, eða tæplega fjörutíu milljónir, frá marokkóska knattspyrnusambandinu. Ziyech ætlar ekki að leyfa öðrum að njóta þess sem hann fékk.

„Að sjálfsögðu ætla ég að láta allan bónusinn renna til góðgerðamála, þeirra sem þurfa á peningunum að halda,“ sagði Ziyech. „Ég valdi ekki að spila fyrir Marokkó peninganna vegna heldur fylgdi hjartanu.“

Ziyech, sem er varafyrirliði marokkóska liðsins, skoraði eitt mark og lagði upp annað á HM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×