Fótbolti

Saltkallinn braut reglur FIFA eftir úrslitaleikinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Salt Bae smellir kossi á heimsmeistarastyttuna sem hann hafði ekkert leyfi til að gera.
Salt Bae smellir kossi á heimsmeistarastyttuna sem hann hafði ekkert leyfi til að gera. getty/

Athyglissjúki matreiðslumaðurinn Nusret Gökce, betur þekktur sem Salt Bae, braut reglur FIFA eftir úrslitaleik heimsmeistaramótsins í Katar í fyrradag.

Einhverra hluta vegna var Salt Bae inni á grasinu á Lusial leikvanginum eftir að Argentínumenn fengu heimsmeistarastyttuna afhenta. 

Salt Bae lét taka af sér myndir með leikmönnum argentínska liðsins. Hann hafði hins ekki árangur sem erfiði þegar hann reyndi að ná athygli Lionels Messi, fyrirliða Argentínu.

Heimsmeistarastyttan rataði hins vegar í hendurnar á Salt Bae. Hann braut þar með mjög strangar reglur FIFA um hverjir mega snerta styttuna. Fyrir utan sigurliðið mega aðeins fyrrverandi sigurvegarar HM, háttsettir embættismenn innan FIFA og þjóðhöfðingjar koma við styttuna.

Salt Bae er vinur Giannis Infantino, forseta FIFA, og var á úrslitaleiknum í boði hans. Hvort Infantino hafi skrifað upp á að kokkurinn fengi að koma inn á völlinn eftir úrslitaleikinn er þó ekki vitað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×