Mygla í grunnskólum Garðabæjar: Bæjarstjórn lítur málið alvarlegum augum Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 21. desember 2022 09:35 Mygla hefur greinst á nokkrum stöðum í Flataskóla. Mygla hefur greinst í tveimur grunnskólum í Garðabæ. Foreldrar eru ósáttir við hversu seint var brugðist við ábendingum og gagnrýna skort á upplýsingagjöf. Bæjarstjóri lofar allsherjarúttekt og endurbótum. Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira
Þann 7. desember síðastliðinn barst foreldrum barna í Hofsstaðaskóla póstur þar sem niðurstöður úr sýnatökum skólans voru kynntar. Mygla hafði fundist undir gólfdúk í þremur kennslustofum. Jafnframt greindist mygla í ryki í tveimur öðrum stofum. Alls fimm myglaðar stofur. Í gær hófst vinna skólann þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót. Daginn eftir tilkynninguna frá Hofsstaðaskóla var barst tilkynning frá öðrum skóla í Garðabæ, Flataskóla. Þar hafði líka fundist mygla á nokkrum stöðum auk þess sem tekið var fram að ástæða væri til að skoða húsnæðið enn betur. Í gær hófst vinna við Hofsstaðaskóla þar sem verið er að grafa fyrir færanlegum skólastofum sem teknar verða í notkun eftir áramót.Vísir/Sigurjón Foreldrafélag skólans hefur síðustu tvö ár ítrekað bent á að aðgerða sé þörf þar sem nemendur og starfsfólk hafi verið að veikjast. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum. Hún segir illa hafi verið staðið að viðhaldi og bæjaryfirvöld hafi brugðist seint við ábendingum. Þá hafi ekki verið staðið vel að þeim framkvæmdum sem ráðist hefur verið í hingað til. Guðrún Yrsa Richer er ritari foreldrafélags Flataskóla, fulltrúi foreldra í skólaráði og móðir barns í skólanum.Vísir/Sigurjón „Þetta hefur haft afleiðingar bæði fyrir starfsfólk og nemendur. Þrátt fyrir gott samstarf við skólastjórnendur þá var bærinn mjög seinn að bregðast við. Við bindum vonir við að nú verði staðið betur að þessu. Það var mjög beinskeyttur fundur með bæjarstjóranum með foreldrum um daginn og bærinn er í raun og veru búinn að lofa að núna verði betur verði staðið að þessu. Við munum fylgjast náið með að þeir standi við það.“ Guðrún segir bæjaryfirvöld hafa lofað allsherjar úttekt á skólanum. „Og við sjáum að þar sem myglan er að koma upp á fleiri en einum stað, að það er það eina í stöðunni." Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál.Vísir/Sigurjón Almar Guðmundsson tók við sem bæjarstjóri Garðabæjar í júní. Hann segir bæjarstjórnina taka stöðuna mjög alvarlega. „Það gerum við með því að fara í heildarúttektir í fyrsta lagi. Í öðru lagi bendi ég á það að það var einhugur í bæjarstjórninni um að fara í myndarlegt endurbótaátak á húsnæði bæjarins. Það gerum við auðvitað líka til að vera forvirk í okkar aðgerðum. Ekki bara til að bregðast við eins og við erum að gera núna.“ Löng barátta framundan Það var í upphafi síðast árs sem mygla greindist fyrst í Flataskóla. Almar segir ljóst að einhverjar aðgerðir hafi ekki heppnast nægilega vel. „Nú er mjög mikilvægt, og það hefur verið síðan í haust okkar markmið að upplýsa beint og eiga samtal. Og vera auðvitað með aðgerðarplan sem kemur í veg fyrir það sem við erum að glíma við. Við teljum að með hjálp góðra og öflugra sérfræðinga séum við að nálgast það en þessi barátta er löng og við ætlum að tryggja það að börn og starfsmenn séu í umhverfi sem er heilnæmt og í lagi.“ Almar segist skynja áhyggjur hjá íbúum en mestu skipti að þeir upplifi að bæjaryfirvöld vilji eiga í góðum samskiptum varðandi þessi mál. „Íbúar í Garðabæ geta treyst því að við munum fylgja þessu máli mjög vel eftir bæði varðandi viðgerðir og endurbætur en ekki síst varðandi upplýsingastreymi og svör við spurningum og endurbótum,“ segir Almar Guðmundsson, bæjarstjóri Garðabæjar.
Mygla Skóla - og menntamál Garðabær Börn og uppeldi Grunnskólar Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Björg býður ungliðum til fundar Innlent Fleiri fréttir Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Sjá meira