Erlent

Tuga sjó­liða saknað eftir að taí­lensku her­skipi hvolfdi

Atli Ísleifsson skrifar
Skipið, HTMAS Sukhotai, fékk á sig brjotsjó svo flæddi inn í vélarrúmið.
Skipið, HTMAS Sukhotai, fékk á sig brjotsjó svo flæddi inn í vélarrúmið. AP

Taílensku herskipi hvolfdi í ofsaveðri á Taílandsflóa í gær og lentu um hundrað sjóliðar í sjónum þegar skipið sökk.

Yfirvöld segja björgunaraðgerðir enn yfirstandandi og að 31 sjóliða sé saknað. Engin dauðsföll hafa verið staðfest en þrír eru sagðir í alvarlegu ástandi.

Skipið, HTMAS Sukhotai, fékk á sig brjotsjó svo flæddi inn í vélarrúmið sem gerði það að verkum að rafmagn fór af því. 

Við það misstu sjóliðarnir stjórnina á skipinu sem fór að halla mikið uns því hvolfdi. Í kjölfarið sökk skipið en þá voru flestir eða allir komnir frá borði, að því er talið er.

Nálæg freigáta komst að skipinu rétt áður en því hvolfdi og komust 78 sjóliðar um borð af 108. Hinir lentu í sjónum og sumir í björgunarbáta.

HTMAS Sukhotai var smíðað í Bandaríkjunum á níunda áratugnum. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×