Innlent

Alvarlegt bílslys við Vík í Mýrdal

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Slysið átti sér stað við Reynisfjall.
Slysið átti sér stað við Reynisfjall. vísir/vilhelm

Alvarlegt umferðarslys varð á þjóðvegi eitt fyrir stundu við Reynisfjall skammt frá Vík í Mýrdal þegar ekið var á gangandi vegfaranda. Lögregla er við störf á vettvangi ásamt öðrum viðbragðsaðilum og var hinn slasaði fluttur með þyrlu Landhelgisgæslu á Landspítala.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi á Facebook. 

Þar segir einnig að veður á vettvangi sé slæmt og færð sé tekin að spillast.

„Lögregla hefur lokað Suðurlandsvegi við Vík og eru vegfarendur beðnir um að sýna viðbragðsaðilum tillitssemi,“ segir jafnframt í tilkynningu.

Ekið var á gangandi vegfaranda. Sveinn Kristján Rúnarsson yfirlögregluþjónn staðfestir þetta í samtali við fréttastofu.

„Sá var fluttur með þyrlu til Reykjavíkur. Hann er alvarlega slasaður en ekki talinn í lífshættu eftir því sem ég kemst næst,“ segir Sveinn Rúnar.  

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×