„Sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað mikilvægari þátta“ Valur Páll Eiríksson skrifar 18. desember 2022 08:02 Viðar Halldórsson. Vísir/Sigurjón Í dag ræðst hvort Frakkland eða Argentína verður heimsmeistari í fótbolta. Dregið hefur úr umræðu um ýmis hneyksli tengd heimsmeistaramótinu sem fram fer í Katar eftir því sem liðið hefur á mótið. Fólk hefur gleymt sér í hita leiksins, segir prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands. Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í vikunni að HM í Katar væri besta heimsmeistaramót sögunnar. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er ósammála þeirri túlkun ef litið er á heildarmyndina. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Kannski út frá fótboltaforsendum, þetta var skemmtilegt fótboltamót sem slíkt. En kannski ekki besta mót sögunnar ef við lítum til annarra undirliggjandi mála eins og tjáningarfrelsis og mannréttindamála. Þá var þetta bara sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað annarra mikilvægari þátta,“ segir Viðar. Klippa: Handrit Katara gekk fullkomnlega Handrit Katara að ganga fullkomnlega upp Í úrslitum heimsmeistaramótsins mætast stjörnurnar Kylian Mbappé og Lionel Messi er Frakkland og Argentína keppast um gullið. Báðir leika þeir fyrir Paris Saint-Germain í Frakklandi, sem er í eigu Katara. Viðar segir að mótshaldarar hafi vart getað skrifað upp betra handrit fyrir mót. „Ég held að handrit Katara sé að ganga fullkomnlega upp. Þessi úrslitaleikur er á milli stórstjarnanna Messi og Mbappé, sem eru báðir að spila fyrir Paris Saint-Germain sem er í eigu katarska ríksins og eru kannski merkisberar þess sem Katar hefur verið að gera, og ná árangri. Þessir leikmenn eru ekkert að fara gagnrýna Katar ef þeir vinna heimsmeistaratitilinn. Það er náttúrulega frábært fyrir Katar, sérstaklega ef Messi vinnur heimsmeistaratitilinn því þá verður þetta mót skráð í spjöld sögunnar,“ segir Viðar og bætir við: „Einnig má segja að Katar hafi með þessu móti sýnt að þeir geti gert hvað sem er. Þá hefur þessi hvítþvottur sem þeir hafa verið að vinna að, og íþróttaþvottur að ganga upp. Vegna þess að það gefur þeim rosalegt vægi, þeirra gildum, bæði efnahagslegum og menningarlegum. Þeir styrkja sína stöðu og handrit þeirra er að ganga fullkomnlega upp í þessu öllu“. Stjörnurnar sölumenn Katars Mikil umræða var í aðdraganda móts um hvers kyns hneyksli sem hafa verið í kringum það. Svo sem að Katarar hafi greitt fyrir atkvæði hæstráðenda í FIFA til að fá að halda mótið, réttindi verkafólks og dauðsföll þess og fleira til. „Það var mikil umræða þarna rétt fyrir mótið, í fyrstu stigum mótsins. En svo þegar boltinn fer að rúlla, fótboltamenn fara að sýna listir sínar þá gleymum við okkur í hita leiksins og hrífumst með. Það hefur verið mjög lítil umræða eftir þessar tvær fyrstu umferðir, hún hefur bara algjörlega horfið,“ segir Viðar. „Það má kannski líta á það með öðrum hætti, að ef Katar er söluvaran, sem Katarar eru að reyna að gera með þessum íþróttaþvotti, þá eru fótboltamennirnir sölumennirnir. Þú færð ekkert betri sölumenn en einhverja snillinga í fótbolta sem láta fólk taka andköf fyrir framan sjónvarpið,“ „Það hefur þær afleiðingar að þetta snýst ekki bara um fótbolta. Um leið og fótboltamennirnir sýna listir sínar og snilli á vellinum þá græða gestgjafarnir á því vegna þess að þá er enginn að hugsa um þá, heldur hvað þetta er frábært heimsmeistaramót. Það eru alltaf gestgjafarnir sem græða á því til lengri tíma,“ segir Viðar. Sádar taki við af Katörum Mótið hefur að mestu gengið smurt, í það minnsta ef litið innan fótboltavallarins. Einn verkamaðurinn enn lést á meðan mótinu stóð en lítil umræða spratt upp við það. Viðar segir þetta vera gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir í þvættishugleiðingum, sem birtist í áformum Sádi-Araba. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem kemur upp á og það var þarna verkamaður sem dó. En sem fótboltamót var þetta mjög vel heppnað. Það sýnir hvað þeir eru að reyna að gera og við sjáum merki um það að þessi íþróttaþvottur hefur tekist,“ segir Viðar. Þau merki birtist í áformum Sádi-Araba. „Sádi-Arabar sækjast eftir að vera með heimsmeistarakeppnina 2030 og Ólympíuleikana 2036, tvö stærstu íþróttamót sögunnar, vegna þess að þetta bara gengur upp - að nýta íþróttir með þessum hætti,“ segir Viðar. Trúir ekki öðru en að KSÍ og önnur sambönd láti í sér heyra. Hvort að Messi standi uppi sem sigurvegari í dag gæti haft mikið að segja um arfleifð mótsins, líkt og Viðar nefnir að ofan. Hann kveðst vonast til að knattspyrnusambönd heimsins krefjist breytinga við val á gestgjöfum, en heilt yfir hafi áform Katara um aukna upphefð, völd og umsvif gengið eftir. „Ég held að hún verði bara jákvæð fyrir mótshaldara, af því að þetta er vel heppnað fótboltamót og menn líta fyrst og fremst á það. Eflaust munu Katarar græða á þessu í stóra samhengi hlutanna, þessu veraldarsamhengi um völd og viðskipti. En að sama skapi má segja að ég trúi ekki öðru en það verði eitthvað farið að skoða hlutina, hverjir fá mót og með hvaða hætti og hvort það þurfi að breyta þeim reglum,“ „Hvort sem það er gerlegt að taka pólitíkina út úr því eða ekki, en ég held að það verði alveg klárlega krafa um það. Ég trúi ekki öðru en að Knattspyrnusamband Íslands og knattspyrnusamböndin almennt séð geri kröfu um að þetta verði meira fyrir opnum tjöldum, gagnsærra ferli og á heiðarlegri nótum,“ segir Viðar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. HM 2022 í Katar Katar Sádi-Arabía Mannréttindi FIFA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira
Gianni Infantino, forseti Alþjóðaknattspyrnusambandsins, sagði í vikunni að HM í Katar væri besta heimsmeistaramót sögunnar. Viðar Halldórsson, prófessor í félagsfræði við Háskóla Íslands, er ósammála þeirri túlkun ef litið er á heildarmyndina. „Það fer eftir því hvernig á það er litið. Kannski út frá fótboltaforsendum, þetta var skemmtilegt fótboltamót sem slíkt. En kannski ekki besta mót sögunnar ef við lítum til annarra undirliggjandi mála eins og tjáningarfrelsis og mannréttindamála. Þá var þetta bara sigur valdhafa og peningaaflanna á kostnað annarra mikilvægari þátta,“ segir Viðar. Klippa: Handrit Katara gekk fullkomnlega Handrit Katara að ganga fullkomnlega upp Í úrslitum heimsmeistaramótsins mætast stjörnurnar Kylian Mbappé og Lionel Messi er Frakkland og Argentína keppast um gullið. Báðir leika þeir fyrir Paris Saint-Germain í Frakklandi, sem er í eigu Katara. Viðar segir að mótshaldarar hafi vart getað skrifað upp betra handrit fyrir mót. „Ég held að handrit Katara sé að ganga fullkomnlega upp. Þessi úrslitaleikur er á milli stórstjarnanna Messi og Mbappé, sem eru báðir að spila fyrir Paris Saint-Germain sem er í eigu katarska ríksins og eru kannski merkisberar þess sem Katar hefur verið að gera, og ná árangri. Þessir leikmenn eru ekkert að fara gagnrýna Katar ef þeir vinna heimsmeistaratitilinn. Það er náttúrulega frábært fyrir Katar, sérstaklega ef Messi vinnur heimsmeistaratitilinn því þá verður þetta mót skráð í spjöld sögunnar,“ segir Viðar og bætir við: „Einnig má segja að Katar hafi með þessu móti sýnt að þeir geti gert hvað sem er. Þá hefur þessi hvítþvottur sem þeir hafa verið að vinna að, og íþróttaþvottur að ganga upp. Vegna þess að það gefur þeim rosalegt vægi, þeirra gildum, bæði efnahagslegum og menningarlegum. Þeir styrkja sína stöðu og handrit þeirra er að ganga fullkomnlega upp í þessu öllu“. Stjörnurnar sölumenn Katars Mikil umræða var í aðdraganda móts um hvers kyns hneyksli sem hafa verið í kringum það. Svo sem að Katarar hafi greitt fyrir atkvæði hæstráðenda í FIFA til að fá að halda mótið, réttindi verkafólks og dauðsföll þess og fleira til. „Það var mikil umræða þarna rétt fyrir mótið, í fyrstu stigum mótsins. En svo þegar boltinn fer að rúlla, fótboltamenn fara að sýna listir sínar þá gleymum við okkur í hita leiksins og hrífumst með. Það hefur verið mjög lítil umræða eftir þessar tvær fyrstu umferðir, hún hefur bara algjörlega horfið,“ segir Viðar. „Það má kannski líta á það með öðrum hætti, að ef Katar er söluvaran, sem Katarar eru að reyna að gera með þessum íþróttaþvotti, þá eru fótboltamennirnir sölumennirnir. Þú færð ekkert betri sölumenn en einhverja snillinga í fótbolta sem láta fólk taka andköf fyrir framan sjónvarpið,“ „Það hefur þær afleiðingar að þetta snýst ekki bara um fótbolta. Um leið og fótboltamennirnir sýna listir sínar og snilli á vellinum þá græða gestgjafarnir á því vegna þess að þá er enginn að hugsa um þá, heldur hvað þetta er frábært heimsmeistaramót. Það eru alltaf gestgjafarnir sem græða á því til lengri tíma,“ segir Viðar. Sádar taki við af Katörum Mótið hefur að mestu gengið smurt, í það minnsta ef litið innan fótboltavallarins. Einn verkamaðurinn enn lést á meðan mótinu stóð en lítil umræða spratt upp við það. Viðar segir þetta vera gott fordæmi fyrir aðrar þjóðir í þvættishugleiðingum, sem birtist í áformum Sádi-Araba. „Það er náttúrulega alltaf eitthvað sem kemur upp á og það var þarna verkamaður sem dó. En sem fótboltamót var þetta mjög vel heppnað. Það sýnir hvað þeir eru að reyna að gera og við sjáum merki um það að þessi íþróttaþvottur hefur tekist,“ segir Viðar. Þau merki birtist í áformum Sádi-Araba. „Sádi-Arabar sækjast eftir að vera með heimsmeistarakeppnina 2030 og Ólympíuleikana 2036, tvö stærstu íþróttamót sögunnar, vegna þess að þetta bara gengur upp - að nýta íþróttir með þessum hætti,“ segir Viðar. Trúir ekki öðru en að KSÍ og önnur sambönd láti í sér heyra. Hvort að Messi standi uppi sem sigurvegari í dag gæti haft mikið að segja um arfleifð mótsins, líkt og Viðar nefnir að ofan. Hann kveðst vonast til að knattspyrnusambönd heimsins krefjist breytinga við val á gestgjöfum, en heilt yfir hafi áform Katara um aukna upphefð, völd og umsvif gengið eftir. „Ég held að hún verði bara jákvæð fyrir mótshaldara, af því að þetta er vel heppnað fótboltamót og menn líta fyrst og fremst á það. Eflaust munu Katarar græða á þessu í stóra samhengi hlutanna, þessu veraldarsamhengi um völd og viðskipti. En að sama skapi má segja að ég trúi ekki öðru en það verði eitthvað farið að skoða hlutina, hverjir fá mót og með hvaða hætti og hvort það þurfi að breyta þeim reglum,“ „Hvort sem það er gerlegt að taka pólitíkina út úr því eða ekki, en ég held að það verði alveg klárlega krafa um það. Ég trúi ekki öðru en að Knattspyrnusamband Íslands og knattspyrnusamböndin almennt séð geri kröfu um að þetta verði meira fyrir opnum tjöldum, gagnsærra ferli og á heiðarlegri nótum,“ segir Viðar. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
HM 2022 í Katar Katar Sádi-Arabía Mannréttindi FIFA Mest lesið Son verður sá dýrasti í sögunni Enski boltinn Elísa stórbætti metið í hundrað kílómetra hlaupi: „Mér líður furðuvel“ Sport „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Íslenski boltinn Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Enski boltinn Leik lokið: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Íslenski boltinn Jorge Costa látinn Fótbolti „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Körfubolti Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Enski boltinn Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands Fótbolti Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins Körfubolti Fleiri fréttir Markalaust í baráttunni um brúna Í beinni: ÍA - Valur | Bætir Pedersen markametið? Brann á toppinn og Lyngby skreið áfram í bikarnum Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið Jorge Costa látinn Partey laus á skilorði Fór að gráta þegar hún skoraði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Gervigreindin fór illa með mótherja Víkinga „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Frank Mill er látinn Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Natasha með slitið krossband Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Máluðu dvergana sjö í kringum fræga veggmynd af Lamine Yamal Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Stuðningsmönnum danska liðsins ekki hleypt inn í Svíþjóð Lars Lagerbäck lenti í slysi og kemur ekki til Íslands „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Sjá meira