Blindir sjá fyrir sér mun verri þjónustu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 17. desember 2022 12:36 Leigubílstjórar hringsóluðu í kringum Dómkirkjuna og utan við Alþingishúsið í mótmælaskyni þegar atkvæðagreiðsla um leigubílafrumvarpið fór fram í vikunni. Aðsend Leigubílafrumvarp sem rýmkar skilyrði til að reka leigubíl var samþykkt í gær. Leigubílstjórar hyggjast leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins og formaður Blindrafélagsins hefur áhyggjur af því að þjónusta við fatlaða muni versna til muna. Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum. Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira
Frumvarp Sigurðar Inga Jóhannssonar innviðaráðherra var samþykkt í gær. Allir viðstaddir þingmenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja greiddu atkvæði með frumvarpinu en þingmenn Miðflokksins og Flokks fólksins greiddu atkvæði á móti frumvarpinu. Sjá einnig: Frumvarpið sem leigubílstjórar óttast orðið að lögum Með frumvarpinu eru ýmis skilyrði leigubifreiðaaksturs afnumin. Félagsmenn bandalags íslenskra leigubifreiðastjóra munu leggja niður störf á mánudag og þriðjudag vegna málsins. Sigþór Hallfreðsson, formaður Blindrafélagsins lýsir einnig áhyggjum yfir því að þjónustan muni versna til muna í kjölfar breytinganna og vísar til samtala við kollega sína í Skandinavíu eftir að álíka breytingar voru gerðar á leigubílakerfi þar. „Þar bæði versnaði þjónustan og öryggið fyrir því að þjónustan væri tilhlýðlega góð. Við höfum heyrt sögur af fólki sem var skilið eftir á miðri götu eftir að bílstjóri nennti ekki að leita að staðnum sem hann átti að keyra á,“ segir Sigþór og bætir við að í umræðunni um leigubíla hafi verið einblínt á að bíla vanti um helgar. Blindrafélagið sé hins vegar að horfa til að bílar séu til staðar allan sólarhringinn og alla virka daga. Hann segir afnám á stöðvarskyldu geta orðið til þess að þjónustan versni til muna „Eins og kerfið hefur verið þá er sá bílstjóri sem verður uppvís að einhvers konar misferli umsvifalaust tekinn úr þeirri þjónustu og það gerist í gegnum stöðina. Manni hefur fundist umræðan öll snúast um föstudags- og laugardagskvöld en enginn er að horfa til þess að leigubílar eiga að vera til staðar allan sólarhringinn daga ársins. Okkar hópur reiðir sig á leigubíla til að komast til og frá vinnu en við höfum áhyggjur af framboðinu,“ segir Sigþór að lokum.
Leigubílar Alþingi Málefni fatlaðs fólks Mest lesið Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Innlent Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Innlent Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Innlent Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Innlent Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Töluverður eldsvoði og þrír fluttir af vettvangi í sjúkrabíl Fjölga ferðum og auka tíðni ákveðinna leiða Strætó í haust Tekur sér leyfi frá Alþingi til að fara í áfengismeðferð Bein útsending: Afmælisráðstefna Afstöðu Kynntu fyrirhugaðan Sæbrautarstokk Sjá meira