Aðstoðarmaður Ásmundar Einars hafi staðfest að ÍBV fengi 100 milljónir króna Atli Ísleifsson skrifar 16. desember 2022 07:56 Forsvarsmenn ÍBV telja að heildartjónið vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir 300 milljónir króna. Vísir/Elísabet Hanna Framkvæmdastjóri Íþróttabandalags Vestmannaeyja (ÍBV) hefur óskað eftir að fjárlaganefnd tryggi að ríkið greiði félaginu sextíu milljóna króna eftirstöðvar af hundrað milljóna króna styrk sem hann segir að félaginu hafi verið lofað vegna „gríðarlegs tekjubrests“ af hátíðarhaldi árin 2020 og 2021 vegna faraldurs kórónuveirunnar. Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar. ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira
Þetta kemur fram í erindi Haraldar Pálssonar, framkvæmdastjóra ÍBV, til fjárlaganefndar. Þar kemur jafnframt að aðstoðarmaður Ásmundar Einars Daðasonar, mennta- og barnamálaráðherra hafi „staðfest að félagið fengi 100 milljónir króna úr sjóðnum bæði í samtölum og í smáskilaboðum“. Kjarninn fjallaði um málið í gær. Haraldur segir í bréfinu að í tengslum við fjáraukalög fyrir síðasta ár hafi forsvarsmenn ÍBV fengið skilaboð um að félagið fengi hundrað milljónir króna til að bæta fyrir tekjutap þar sem aflýsa hafi þurft Þjóðhátíð í Eyjum vegna heimsfaraldursins. Félagið metur sem svo að heildartjón félagsins vegna faraldursins og samkomutakmarkananna sé vel yfir þrjú hundruð milljónir króna. Þeim hafi hins vegar brugðið þegar í ljós kom að einungis fjörutíu milljónir króna hafi borist félaginu í apríl síðastliðinn frá mennta- og barnamálaráðuneytinu. Það hafi gerst eftir „ótöl símtöl og vandræðalega mikla eftirgrennslan“, segir í bréfi Haraldar. Haraldur Pálsson (til vinstri) tók við starfi framkvæmdastjóra ÍBV á síðasta ári.ÍBV Fjárhagsstaðan erfið Í erindinu segir að ÍBV reiði sig á tekjur frá Þjóðhátíð til móts við æfingagjöld og styrki fyrirtækja. „Af þessum sökum er félagið í erfiðri fjárhagsstöðu um þessar mundir og á erfitt með að standa í skilum í sínum rekstri.“ Félagið óskar í erindinu því eftir að fjárlaganefnd taki málið sérstaklega fyrir og veiti félaginu viðbótarstyrk svo það „geti haldið áfram að halda við innviðum Þjóðhátíðarinnar og náð endum saman“. Vilja forsvarsmenn að „staðið verði við fyrri loforð gagnvart þeim styrk sem ákveðinn var við úrvinnslu fjáraukalaga fyrir árið 2021, en þar hafa einungis fengist greiddar 40 milljónir króna af þeim 100 milljónum króna sem félaginu hafði áður verið tilkynnt“. Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.Vísir/Einar Tveir þriðju rynnu óskipt til ÍBV Haraldur ræðir ennfremur í erindinu að við vinnslu fjáraukalaga fyrir síðasta ár hafi fjárlaganefnd borist tillaga að styrk til íþrótta- og æskulýðsfélögum vegna tekjumissis ýmissa viðburða árið 2021 sem fella þurfti niður með skömmum fyrirvara þegar samkomutakmarkanir tóku aftur gildi. Þar hafi verið vilji ríkisstjórnarinnar að veita sextíu milljónum króna í málefnið þar sem skilyrt væri að fjörutíu milljónir hið minnsta færu óskiptar til ÍBV. „Fjárlaganefnd tók málið fyrir og mat stöðuna þannig, byggt á fyrirliggjandi gögnum, að hækka ætti framlagið í 100 milljónir króna og halda hlutföllunum um lágmarkshlut ÍBV óbreyttu eða 2/3. Ekkert var því til fyrirstöðu að ef ekkert annað félag myndi sækja í þennan sjóð á sömu forsendum og að ÍBV fengi þannig allan sjóðinn, enda höfðu aðgerðir stjórnvalda orðið til þess að félagið hafi orðið af 230 milljónum króna hið minnsta undanfarin tvö árin,“ segir í erindi Haraldar.
ÍBV Vestmannaeyjar Fjárlagafrumvarp 2023 Alþingi Framsóknarflokkurinn Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Fleiri fréttir Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Sjá meira