Draumur Katara að rætast Valur Páll Eiríksson skrifar 15. desember 2022 13:31 Tvær stærstu stjörnur PSG, sem er í katarskri eigu, keppa um stærsta heiður fótboltans í Doha. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu. Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót. HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira
Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót.
HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Ung fótboltakona afvopnaði nettröllin á glæsilegan hátt Fótbolti Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Enski boltinn Rasistinn í hjólastólnum bannaður nálægt öllum fótboltavöllum á Englandi Enski boltinn Fyrrum forkólfar KSÍ á eftir Fjallinu á toppi tekjulistans Sport Vill fá meira en níu milljarða frá FIFA Fótbolti Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Fótbolti Með krabbamein í brjósti en hættir ekki að spila Handbolti Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Fótbolti Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Enski boltinn Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Enski boltinn Fleiri fréttir Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Lést aðeins 39 ára: Bað þjóð sína um hjálp Norska liðið í miklu stuði en dramatík hjá Dönunum Ólafur Kristjáns: Þá vitum við að hún er ekkert að grínast Arsenal að stela Eze frá Tottenham Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-5 | Markasúpa er Víkingar komust aftur á sigurbraut Uppgjör og viðtöl: Þróttur-Valur 0-2 | Valskonur á siglingu Markvörður Fluminense tók heimsmetið af Peter Shilton Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Diljá innsiglaði sigur toppliðsins Heimta að Ísrael verði vísað úr keppni Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Áhorfandi hrækti á dómara í Garðabæ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz Barátta Blika um sæti í Sambandsdeild í beinni á Sýn Sport „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Úlfur talinn sá allra besti vestanhafs „Guð hvað ég hafði rangt fyrir mér og ég er ánægður með það“ Stoltir af að klófesta hæfileikabúnt frá Íslandi Bræðraslagur í bikarúrslitaleiknum í ár: „Er alltaf að reyna að ögra mér“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Gefa allan hagnað af Ísraelsleiknum til góðgerðamála Kylian Mbappe tryggði Real Madrid sigurinn Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Sjá meira