Draumur Katara að rætast Valur Páll Eiríksson skrifar 15. desember 2022 13:31 Tvær stærstu stjörnur PSG, sem er í katarskri eigu, keppa um stærsta heiður fótboltans í Doha. Sebastian Frej/MB Media/Getty Images Sjeik Tamim bin Hamad al-Thani, emírinn af Katar, gæti ekki beðið um betri úrslitaleik á heimsmeistaramótinu í fótbolta sem fram fer í landinu. Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót. HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Í gærkvöld varð ljóst að Frakkland mætir Argentínu í úrslitaleik mótsins sem fram fer á sunnudag. Frakkar unnu 2-0 sigur á Marokkó í undanúrslitum í gær en Argentína lagði Króatíu að velli, 3-0, degi fyrr. Lionel Messi mun þar fá tækifæri til að fagna langþráðum heimsmeistaratitli með Argentínumönnum en þeir argentínsku hafa ekki unnið HM síðan árið 1986, þegar átrúnaðargoð hans, Diego Maradona fór fyrir liði Argentínu. Á hinn bóginn getur Frakkland varið titil sinn frá því árið 2018 og orðið aðeins þriðja liðið til að gera slíkt, á eftir Ítalíu (1934 og 1938) og Brasilíu (1958 og 1962). Kylian Mbappé fer fyrir franska liðinu en hann og Messi keppast einnig um markakóngstitil mótsins - þeir eru markahæstir með fimm mörk hvor. Katarska ríkið greiðir launin þeirra Báðir eru þeir stjörnur franska félagsliðsins Paris Saint-Germain. Það lið er í eigu Qatar Sports Investments, sem er opinber fjárfestingarsjóður fjármagnaður af ríkissjóði Katar. Katarska ríkið greiðir því í raun himinhá laun stjarnanna tveggja, sem spila vikulega með ríkisflugfélagið Qatar Airways á bringunni Athygli heimsins mun beinast að tveimur stærstu stjörnum PSG, sem munu keppa um mesta heiður fótboltaheimsins í Doha, höfuðborg Katar. Það verður ekki betra fyrir Al-Thani og félaga. Katarar hafa sýnt að þeir geta haldið stærsta íþróttaviðburð heims, og gert það vel, þrátt fyrir smæð ríkisins. Mótið hefur skilað sínum árangri, rétt eins og kaupin á PSG. Þetta er stór hluti af utanríkisstefnu ríkisins, sem stefnir að því að vera ákveðin íþróttamiðstöð. Þar er að finna stórglæsilega aðstöðu, þjálfara, lækna og sjúkraþjálfara á heimsmælikvarða, sem sérhæfa sig í íþróttameiðslum, auk þess sem fjölmörg stórmót hafa þar farið fram - til að mynda heimsmeistaramót í frjálsum íþróttum og handbolta. Mjúkt vald og þvottur á mannréttindabrotum Þetta er gert til þess að fá viðurkenningu alþjóðasamfélagsins og öðlast svokallað mjúkt vald (e. soft power) sem felur í sér mýkri leiðir til að fá sínu framgengt, samanborið við hart vald (e. hard power) sem felur í sér þvingun og afl. Í því samhengi hafa mannréttindasamtök sakað Katara um að nýta mót sem þessi til að hvítþvo mannréttindabrot sín. Ávinningur Katar, peningalega, verður líklega í smærri kantinum, enda fær FIFA mestallan hagnað af öllum heimsmeistaramótum. Katar öðlast hins vegar mjúkt vald, bætt orðspor og hlýtur langtíma ágóða af aðgengi að valdafólki sem kemur víða af - auk þess sem áður er nefnt: þeim tókst þrátt fyrir efasemdarraddir að halda frambærilegt heimsmeistaramót.
HM 2022 í Katar Katar Mannréttindi Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira