Innlent

„Ákveðið viðbragð“ í gang eftir að mönnunum var sleppt

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Annar grunuðu færður fyrir dómara í október.
Annar grunuðu færður fyrir dómara í október. Vísir/Vilhelm

Embætti ríkislögreglustjóra hefur sett af stað „ákveðið viðbragð“ nú þegar mennirnir tveir, sem ákærðir eru fyrir undirbúning hryðjuverka, hafa verið látnir lausir samkvæmt úrskurði Landsréttar í gær.

Gunnar Hörður Garðarsson samskiptastjóri ríkislögreglustjóra staðfestir þetta í samtali við Vísi. Hann getur ekkert tjáð sig um í hverju aðgerðirnar felast. Þó megi gera ráð fyrir að embættið tjái sig um málið á seinni stigum. Hvenær það verði sé þó ekki ljóst.

Inntur eftir því hvort þetta sé í fyrsta sinn sem farið er í slíkar aðgerðir segist Gunnar ekkert geta tjáð sig um það.

Landsréttur felldi í gær úr gildi gæsluvarðhaldsúrskurð yfir tveimur mönnum sem ákærðir eru fyrir tilraun til hryðjuverka. Þeir eru því frjálsir ferða sinna eftir rúmar ellefu vikur í haldi lögreglu. Í úrskurði Landsréttar var meðal annars vísað til þess að ekki væri talið að árás væri yfirvofandi, eða mjög líkleg.

Fréttastofa hefur ákæru héraðssaksóknara á hendur mönnunum undir höndum og fjallaði ítarlega um efni hennar í gærkvöldi. Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna.


Tengdar fréttir

Sagður hafa viljað lög­reglu­búning fyrir skot­á­rás

Annar mannanna sem ákærður er fyrir tilraun til hryðjuverka er sagður hafa reynt að nálgast lögreglufatnað og lögregluskilríki, til að villa um fyrir fólki í tengslum við skotárás. Lögregla segir mennina tvo hafa rætt verknaðaraðferðir þekktra hryðjuverkamanna. Hálfsjálfvirkir rifflar á borð við AK-47 og AR-15 voru gerðir upptækir, auk skotfæra og íhluta í þrívíddarprentaðar byssur.

Árás ekki talin mjög lík­leg eða yfir­vofandi

Landsréttur segir að gögn máls mannanna tveggja, sem grunaðir eru um tilraun til hryðjuverka, bendi ekki til þess að árás væri yfirvofandi eða að minnsta kosti mjög líkleg. Ítarleg matsgerð dómkvadds manns virðist hafa haft mikil áhrif.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×