Fótbolti

Knatt­spyrnu­sam­böndin á Norður­löndum þurfa að bíða fram í apríl

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttu við Diana Gomes um boltann í Portúgal í HM-umspilsleiknum í október.
Sveindís Jane Jónsdóttir í baráttu við Diana Gomes um boltann í Portúgal í HM-umspilsleiknum í október. VÍSIR/VILHELM

Ákvörðun um hvar úrslitakeppni Evrópumóts kvenna í knattspyrnu verður spiluð árið 2025 verður ekki tekin á skipulögðum degi.

Meðal þeirra sem sækja um eru Norðurlöndin sem stuðningi frá íslenska sambandinu þótt enginn leikur fari hér fram.

Knattspyrnusamband Evrópu hefur ákveðið að það þurfi lengri tíma til að undirbúa ákvörðun sína. Þeir ætluðu að ákveða þetta 25. janúar næstkomandi en nú þurfa knattspyrnusamböndin á Norðurlöndum þurfa að bíða fram í apríl.

Ástæðan er að umsækjendur þurfi að gefa upp ítarlegri upplýsingar um fjárhagsáætlun sína í kringum við mögulegt Evrópumót.

Noregur, Svíþjóð, Danmörk og Finnland ætla að halda mótið saman með stuðningi frá Íslandi og Færeyjum. Samböndin sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þau fagna því sem góðu tækifæri að fá lengri tíma til að kynna framboð sitt.

Í samkeppni við Norðurlöndin um að fá að halda mótið eru Frakkland, Pólland og Sviss.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×