Messi orðinn markahæsti Argentínumaður á HM frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 23:00 Lionel Messi hefur skorað fleiri mörk en nokkur Argentínumaður á lokamóti HM. Igor Kralj/Pixsell/MB Media/Getty Images Lionel Messi varð í kvöld markahæsti leikmaður argentínska landsliðsins á HM frá upphafi þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 3-0 sigri gegn Króatíu. Sigurinn kom argentínska liðinu í úrslit og Messi hefur nú skorað ellefu mörk á lokamóti HM. Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira
Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Fótbolti Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Fótbolti „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ Fótbolti Karólína Lea orðin leikmaður Inter Fótbolti Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Fótbolti „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Fótbolti Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Fótbolti Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Fótbolti Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM Fótbolti Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM Fótbolti Fleiri fréttir Courtois: Trent Alexander-Arnold martröð fyrir markverði Glódís Perla skipti um stuttbuxur í miðjum leik Frábærar myndir af glöðum Íslendingum á EM „Við erum betra liðið“ Fyrsta byrjunarlið Íslands á EM Í beinni: Ísland - Finnland | Fyrsti leikur hjá stelpunum okkar á EM Vissir um að Messi verði áfram í Miami Mamman hefur trú á Sveindísi: „Hún er að fara láta þeim líða hræðilega“ Feðgarnir spenntir fyrir leiknum: „Þá þarf ég að fljúga aftur til Sviss“ „Hún fann það sjálf að hún þyrfti að prófa eitthvað nýtt“ „Ungur og hæfileikaríkur leikmannahópur“ Margar milljónir í húfi fyrir hvern leikmann í íslenska liðinu á EM „Verður vonandi langt sumar í Sviss“ Leikdagur á EM: Áþreifanleg spenna og Finnar jafnvel spenntari „Vonandi nær Sveindís að skora, þá verður ferðin þess virði“ UEFA sveigir reglurnar fyrir fyrsta leik Íslands á EM Goðsagnir hita upp fyrir EM í Pallborði Þjálfara Finna létt skömmu fyrir fyrsta leik á EM gegn Íslandi „Reisn“ yfir ákvörðun Jóns Daða sem gaf stórliðunum langt nef Hófu Finnar sálfræðistríð? „Ákveðinn talsmáti sem þær nota“ Karólína Lea orðin leikmaður Inter „Tinna mamma“ heldur áfram utan um stelpurnar sínar á EM Mörg hundruð manna móttaka í Tyrklandi: „Ég elska þig Logi!“ Dortmund mætir Real en Bellingham bræður mætast ekki „Verður gríðarlega stór stund fyrir mig“ Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Sjá meira