Messi orðinn markahæsti Argentínumaður á HM frá upphafi Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 13. desember 2022 23:00 Lionel Messi hefur skorað fleiri mörk en nokkur Argentínumaður á lokamóti HM. Igor Kralj/Pixsell/MB Media/Getty Images Lionel Messi varð í kvöld markahæsti leikmaður argentínska landsliðsins á HM frá upphafi þegar hann skoraði fyrsta mark liðsins í öruggum 3-0 sigri gegn Króatíu. Sigurinn kom argentínska liðinu í úrslit og Messi hefur nú skorað ellefu mörk á lokamóti HM. Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag. HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira
Messi kom Argentínu í 1-0 forystu þegar hann skoraði af miklu öryggi af vítapunktinum eftir rétt rúmlega hálftíma leik. Hann hafði þó ekki lokið sér af því hann lagði einnig upp þriðja mark liðsins fyrir Julian Alvarez um miðjan síðari hálfleikinn. Markið sem Messi skoraði var hans ellefta á lokamóti HM, sem gerir hann að markahæsta Argentínumanni HM frá upphafi. Hann hafur skorað einu marki meira en Gabriel Batistuta sem skoraði tíu mörk á þremur heimsmeistaramótum og þremur mörkum meira en Guillermo Stábile og Diego Maradona sem báðir skoruðu átta mörk. Lionel Andrés Messi. 11 total goals at World Cup in his entire career. ✨🇦🇷 #Qatar2022Messi becomes Argentina’s all-time top goalscorer in FIFA World Cup history. pic.twitter.com/wPmDez4gf6— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) December 13, 2022 Þá færði Messi sig einnig upp að hlið Ungverjans Sandor Kocsis og Þjóðverjans Jürgen Klinsmann í sjötta sæti á listanum yfir markahæstu menn HM frá upphafi. Allir þrír hafa þeir skorað ellefu mörk á HM, en Kocsis og Klinsmann þurftu þó heldur færri leiki til að skora sín ellefu mörk. Klinsmann skoraði ellefu mörk í sautján leikjum og Kocsis þurfti aðeins fimm leiki til að skora jafn mörg mörk. Messi hefur hins vegar leikið 25 leiki á HM. Argentínumaðurinn á þó í það minnsta einn leik eftir á sínum HM-ferli til að bæta fleiri mörkum við, sjálfan úrslitaleikinn næstkomandi sunnudag.
HM 2022 í Katar Argentína Mest lesið Stólarnir litu út eins og NBA-stjörnurnar í Space Jam-myndinni Körfubolti Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Enski boltinn Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Fótbolti Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Fótbolti Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Handbolti Valur - Grindavík 87-80 | Valur vann framlengdan toppslag á Hlíðarenda Körfubolti Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Handbolti Njarðvíkurkonur björguðu sér í lokin Körfubolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Enski boltinn Fleiri fréttir Gömul hetja Argentínu ekki sammála að Messi-liðið sé besta landslið sögunnar Guardiola fór inn í dómaraklefann eftir leik Gömlu United-mennirnir með stoðsendingar þegar Napoli fór á toppinn Hetja kvöldsins gæti skipt um landslið og farið með Skotum á HM Barnes var hetja Newcastle í risasigri á Manchester City Albert byrjaði á bekknum og Fiorentina komst ekki upp úr botnsætinu Stefán Ingi með tvö mörk og er í baráttu um gullskóinn „Hvort sem hlutirnir ganga vel eða illa, þá er það á mína ábyrgð“ „Mikið fjör í búningsklefanum“ „Þetta er mjög erfið staða í augnablikinu“ Börsungar með stórsigur í fyrsta leik á nýja Nývangi Crystal Palace upp í Meistaradeildarsæti Svörtu skýin safnast saman yfir Anfield eftir stórtap á heimavelli Endurkoma kom Bayern aftur á sigurbraut Íslendingaliðið í vondum málum Hafrún skoraði í jafntefli Sigur skaut liði Ingibjargar upp um þrjú sæti Eiður enn að skora mörk: „Gjöfin sem heldur áfram að gefa“ Þriðji sigur Chelsea í röð Skoskir stuðningsmenn ollu jarðskjálfta Mark Elíasar dugði ekki til að bjarga liðinu frá falli Andri Lucas setti sigurmarkið í Íslendingaslagnum Aron í góðum málum á miðjunni en algjör hörmung hjá Jóhanni Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Snýr aftur eftir 26 mánuði Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Liði Di María afhentur nýr titill að því er virðist upp úr þurru Sjá meira