Fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur og stjúpbarnabörnum Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 12. desember 2022 20:08 Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm fyrir skömmu. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið dæmdur í fimmtán mánaða fangelsi fyrir brot gegn stjúpdóttur sinni og tveimur stjúpbarnabörnum. Héraðsdómur Suðurlands kvað upp dóm í málinu nýlega. Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira
Upp komst um brotin þegar stjúpbarnabarn mannsins sagði námsráðgjafa frá því að stjúpafi hennar hafi brotið á henni í fjölmörg skipti. Brotin hafi átt sér stað þegar hún var fjögurra til sex ára gömul og jafnan þegar hún var að gista hjá ömmu sinni og stjúpafa. Brotaþoli gaf skýrslu hjá lögreglu skömmu eftir samtal við námsráðgjafann og var maðurinn kærður fyrir að hafa ítrekað káfað á stjúpbarnabarni sínu og áreitt hana kynferðislega. Hann neitaði sök og krafðist sýknu af öllum kröfum ákæruvaldsins. Héraðsdómari sagði framburð brotaþola hafa verið skýran og trúverðugan. Framburðurinn átti sér meðal annars stoð í gögnum málsins og framburði annarra vitna, nema ömmu brotaþola, sem sagðist ekki trúa barnabarni sínu. Amman taldi að rekja mætti frásögnina til Me-Too byltingarinnar, eins og fram kom í héraðsdómi. Dómari sagði ekkert renna stoðum undir að svo kynni að vera, þvert á móti. Talið var hafið yfir allan vafa að maðurinn hafi gerst sekur um brotin. Braut einnig gegn stjúpdóttur og öðru stjúpbarnabarni Maðurinn var einnig ákærður fyrir að hafa tekið myndir af stjúpdóttur sinni annars vegar og öðru stjúpbarnabarni sínu hins vegar. Fyrir dómi sagði hann að myndirnar hefði hann tekið af stjúpdóttur sinni til að sýna eiginkonu sinni hvað „lappirnar á henni væru langar,“ en stjúpdóttirin var ýmist fáklædd eða nakin á myndunum. Hann sagði að myndirnar hefðu ekki verið teknar í kynferðislegum tilgangi. Dómarinn féllst ekki á skýringar mannsins og sagði augljóst að myndataka af sofandi konu, nakinni að neðan, væri til þess fallin að særa blygðunarsemi hennar. Þá neitaði hann einnig að myndirnar af stjúpbarnabarni sínu hafi verið teknar í kynferðislegum tilgangi, myndirnar hefðu verið teknar í „hita leiksins.“ Að mati dómsins sýndu myndirnar brotaþola á kynferðislegan hátt og myndatakan var talin bersýnilega til þess fallin að særa blygðunarkennd stjúpbarnabarnsins. Stelpan var 6 og 7 ára þegar myndirnar voru teknar. Maðurinn var því dæmdur í 15 mánaða fangelsi og ekki þótti tilefni til að skilorðsbinda dóminn. Honum ber enn fremur að greiða öðru stjúpbarnabarni sínu 1,5 milljónir í miskabætur, hinu stjúpbarnabarni sínu 800 þúsund og stjúpdóttur sinni 500 þúsund krónur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Innlent Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Innlent Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Innlent Fleiri fréttir Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Hanna Katrín boðar sjókvíaeldi í Mjóafirði Skipuð framkvæmdastjóri Menntasjóðs námsmanna Aldrei auglýstur sem íbúafundur fyrir Grafarvog og Kjalarnes Einn af hverjum fimm „erlendum sérfræðingum“ er Íslendingur Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Vilja fá konur í mæðravernd sama hvernig þær fæða börn sín Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Sjá meira