Samningurinn leggi grunn að lækkandi verðbólgu Kjartan Kjartansson skrifar 12. desember 2022 14:37 Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, gæddi sér á vöfflu eftir að kjarasamningar voru innsiglaðir af sérstakri nautn eftir langa og stranga lotu undanfarna sólarhringa. Vísir/Vilhelm Nýundirritaður kjarasamningur sem nær til um 80.000 launamanna á landinu leggur grunn að því að verðbólga fari lækkandi á næstunni, að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann segir ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu. Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Skrifað var undir kjarasamning Samtaka atvinnulífsins (SA) við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna eftir langa og stranga samningalotu í Karphúsinu klukkan 13:00 í dag. Hann felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum og gildir til janúarloka 2024. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA, hrósaði samningsaðilum fyrir að hafa verið tilbúnir að höggva á hnútinn eftir að skrifað var undir samninginn í dag. Það sem mestu skipti væri að koma kauphækkunum til heimila landsins án þess að kalla fram viðbrögð Seðlabankans. „Á endanum erum við öll hér að róa í sömu átt. Verðbólga er of há og við viljum skapa tækifæri fyrir lækkandi verðbólgu á næstu misserum og að mínum dómi eru þessir kjarasamningar að leggja grunn að því. Að því leytinu til er ég afskaplega glaður með daginn í dag,“ sagði Halldór við fréttamann Vísis. Koma yrði í ljós hvort að Seðlabankinn spili með. Halldór sagðist sannfærður um að bankinn líti svo á að samningarnir styðji langtímaverðbólgumarkmið hans. Verja þá línu sem var mörkuð gagnvart þeim sem á eftir koma Stéttarfélagið Efling hefur vísað sinni kjaradeilu við SA til ríkissáttasemjara. Halldór sagði ekki eftir neinu að bíða að einhenda sér í samninga við Eflingu og að hann vonaðist eftir að þeir gætu náðst fljótt. Markmiðið væri að ná samningum sem allir gætu unað vel við. Nokkur sundrung hefur verið á milli leiðtoga nokkurra helstu stéttarfélaga landsins. Eftir að Starfsgreinasambandið (SGS) skrifaði undir samning við SA fyrir rúmri viku sætti Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, gagnrýni frá Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og Ragnari Þór Ingólfssyni, formanni VR. Þau sögðu að SGS hefði ekki samið um nægilega miklar kjarabætur. Ummæli Halldórs í dag benda ekki til þess að Efling geti vænst þess að sækja meira gull í greipar SA en SGS og félögin sem sömdu í dag. Sagði hann að SA hefði markað afgerandi stefnu fyrir alla tekjuhópa með samningum síðustu tveggja vikna. „Að fólkið í landinu geti treyst því að þegar verkalýðsfélög undirrita kjarasamning við Samtök atvinnulífsins að við verjum þá línu sem þar er mörkuð gagnvart öllum okkar viðsemjendum sem á eftir koma,“ sagði Halldór. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Kjaraviðræður 2022 Verðlag Vinnumarkaður Tengdar fréttir Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30 Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01 Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Innlent Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Erlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Innlent Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Erlent Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Innlent Fleiri fréttir „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn „Skýr vísbending um að gera þurfi betur í málefnum erlendra barna“ Sjúklingar óttist dómhörku vegna þyngdarstjórnunarlyfja „Það er engin ástæða til að gefast upp“ Reiðarslag fyrir Landsvirkjun, kjarnorkukafbátur og heimsfræg íslensk kisa „Í næstu umferð fara hlutirnir í gegn“ Tilkynnt um buxnalausan mann og stolinn pizzaofn „Það er enginn svartur listi hjá okkur“ Davíð hafi lagt Golíat Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Sjá meira
Ragnar Þór mætti hvorki í hópmyndatöku né gaf kost á viðtölum Það vakti athygli í Karphúsinu að lokinni undirritun kjarasamning SA við VR, LÍV og samflot iðnaðar- og tæknimanna að Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mætti ekki í myndatöku með öðrum forystusauðum sem staðið hafa í ströngu í samningaviðræðum. 12. desember 2022 14:30
Samningurinn felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun Kjarasamningur Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna felur í sér 6,75 prósent almenna launahækkun sem afturvirk er frá 1. nóvember síðastliðnum. Skrifað var undir samningana fyrir stundu. 12. desember 2022 14:01