Innlent

Bein útsending: Skrifað undir kjarasamninga í Karphúsinu

Tryggvi Páll Tryggvason og Sigurður Orri Kristjánsson skrifa
Kjarasamningar undirritaðir fyrr í dag.
Kjarasamningar undirritaðir fyrr í dag. Vísir/Vilhelm

Samkomulag náðist í nótt í kjaradeilu Samtaka atvinnulífsins við VR, Landssamband íslenskra verslunarmanna og samflot tækni- og iðnaðarmanna. Skrifað verður undir klukkan 13.

Fundað var alla helgina í Karphúsinu og fram á fimmta tímann í nótt. Þá yfirgáfu samningsaðilar Karphúsið. Sex klukkustundum síðar bárust þau tíðindi að samkomulag hefði náðst og skrifað yrði undir klukkan 13. Allt bendir því til að deiluaðilar hafi náð lendingu í nótt og í framhaldinu borið undir bakland sitt.

Fylgst verður með gangi mála í Karphúsinu í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi. Auk þess verður helstu vendingum lýst í beinni textalýsingu hér að neðan.

Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og innviðaráðherra hafa boðað til blaðamannafundar í klukkan hálf þrjú í dag þar sem kynnt verður yfirlýsing stjórnvalda í tengslum við kjarasamninga á almennum vinnumarkaði.

Ekki hefur gefið upp hvað nákvæmlega verður kynnt en í þjóðhagráði hafa aðgerðir er snúa að hækkun barnabóta og húsnæðisbóta verið til umræðu.

Fundurinn verður sendur út beint á Vísi og Stöð 2 Vísi.


Tengdar fréttir

Samningar óvænt í höfn í Karphúsinu

Samningar hafa tekist í kjaraviðræðum Samtaka atvinnulífsins við VR, LÍV – Landsamband íslenskra verslunarmanna, samflot iðnaðar- og tæknifólks. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttur aðstoðarríkissáttasemjari. Skrifað verður undir samninga klukkan 13 og verður Vísir í beinni útsendingu frá Karphúsinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira
×